Hluthafi í auðlind Ólafur Örn Jónsson skrifar 13. október 2021 13:30 Veistu ekki að þú er hluthafi í íslensku sjávarauðlindinni, einni stærstu og verðmætustu auðlind í veröldinni (miðað við mannfjölda)? Fyrst svo er hvar er þá arður þinn af þessari risa auðlind? Arðurinn er margir tugir milljarða króna á ári en hann er ekki fyrir þig þótt þú sért eigandinn? Það er einmitt málið. Með fölsun á gengi krónunnar er komið í veg fyrir að þú og ég og 95% Íslendinga plús ríkis og bæjarsjóða njótum arðsins af Sjávarauðlindinni. Með fordæmalausum uppkaupum á gjaldeyri sem hófst 2014 í Seðlabankanum með skipun frá þáverandi/núverandi Fjármála og Efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni var komiðí veg fyrir að gengi krónunnar sem átti/á að fljóta hækkaði í takt við aukinn hagvöxt eins og eðlilegt telst og færði okkur þar með arð okkar af útflutningi sjávarafurða í formi verðmeiri krónu og auknum kaupmætti launa og lífeyris. Þessi dæmalausa hegðun undir stjórn Bjarna Benediktssonar innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við að rýra verðgildi krónunnar kemur ekki bara í veg fyrir að verðgildi krónunnar hækki heldur rýrir þetta allar krónu eignir og krónu laun og lífeyrir á sama tíma og hagnaður útgerðarinnar sem er grímulaus eigandi Sjálfstæðisflokksins margfaldsast svo milljörðum skiptir. Heyrir þú ekki fréttirnar af þínum peningum í þjófs höndum? Með þessum fordæmalausu uppkaupum á gjaldeyri í þágu stór útgerðanna sem öllu ráða er ekki bara komið í veg fyrir þinn réttmæta aukna kaupmátt launa heldur veldur lágt gengi krónunnar aukinni verðbólgu sem enn frekar skerðir kaumátt launa þín og mín og ríkis og bæja. Þessi fádæma hegðun sem er kolólögleg að mínu mati sýnir einhverja mestu spillingu og græðgi sem við höfum orðið vitni að. Engu á að eyra. Þetta hefur kostað okkur ólíðandi fátækt, rýrnun lífeyrissjóða, eyðileggingu og fjársvelti heilbrigðiskerfisins, velferðarkerfisins og vegakerfisins sem er víða orðið stór hættulegt vegna dráttar á nauðsynlegri uppbyggingu og bara venjulegu viðhaldi. Þú og ég og við öll verðum að rísa upp geng þessu fádæma RÁNI sem hófst undir forystu Bjarna Benediktssonar 2014 og hefur fært stór útgerðunum mörg hundruð milljarða óáunnar tekjur á okkar kostnað ásamt að rýra eignir okkar. Aldrei hefur Vestræn þjóð verið gjaldfelld jafn svívirðilega og við Íslendingar frá hruni þar sem við almenningur bárum allan kostnað á meðan þeir sem ollu hruninu með kvótalánunum veltu sér upp úr óáunnum óðagróðanum. Hættum að vera vilja lausir þrælar útgerðanna og markaðarins sem éta upp eigur okkar og færir þeim er síst skyldi þvílíkan óáunninn auð að annað eins hefur ekki sést í hinni víðu veröld. Höfundur er heldri borgari og fv skipstjóri og aflamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Örn Jónsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Veistu ekki að þú er hluthafi í íslensku sjávarauðlindinni, einni stærstu og verðmætustu auðlind í veröldinni (miðað við mannfjölda)? Fyrst svo er hvar er þá arður þinn af þessari risa auðlind? Arðurinn er margir tugir milljarða króna á ári en hann er ekki fyrir þig þótt þú sért eigandinn? Það er einmitt málið. Með fölsun á gengi krónunnar er komið í veg fyrir að þú og ég og 95% Íslendinga plús ríkis og bæjarsjóða njótum arðsins af Sjávarauðlindinni. Með fordæmalausum uppkaupum á gjaldeyri sem hófst 2014 í Seðlabankanum með skipun frá þáverandi/núverandi Fjármála og Efnahagsráðherra Bjarna Benediktssyni var komiðí veg fyrir að gengi krónunnar sem átti/á að fljóta hækkaði í takt við aukinn hagvöxt eins og eðlilegt telst og færði okkur þar með arð okkar af útflutningi sjávarafurða í formi verðmeiri krónu og auknum kaupmætti launa og lífeyris. Þessi dæmalausa hegðun undir stjórn Bjarna Benediktssonar innan ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við að rýra verðgildi krónunnar kemur ekki bara í veg fyrir að verðgildi krónunnar hækki heldur rýrir þetta allar krónu eignir og krónu laun og lífeyrir á sama tíma og hagnaður útgerðarinnar sem er grímulaus eigandi Sjálfstæðisflokksins margfaldsast svo milljörðum skiptir. Heyrir þú ekki fréttirnar af þínum peningum í þjófs höndum? Með þessum fordæmalausu uppkaupum á gjaldeyri í þágu stór útgerðanna sem öllu ráða er ekki bara komið í veg fyrir þinn réttmæta aukna kaupmátt launa heldur veldur lágt gengi krónunnar aukinni verðbólgu sem enn frekar skerðir kaumátt launa þín og mín og ríkis og bæja. Þessi fádæma hegðun sem er kolólögleg að mínu mati sýnir einhverja mestu spillingu og græðgi sem við höfum orðið vitni að. Engu á að eyra. Þetta hefur kostað okkur ólíðandi fátækt, rýrnun lífeyrissjóða, eyðileggingu og fjársvelti heilbrigðiskerfisins, velferðarkerfisins og vegakerfisins sem er víða orðið stór hættulegt vegna dráttar á nauðsynlegri uppbyggingu og bara venjulegu viðhaldi. Þú og ég og við öll verðum að rísa upp geng þessu fádæma RÁNI sem hófst undir forystu Bjarna Benediktssonar 2014 og hefur fært stór útgerðunum mörg hundruð milljarða óáunnar tekjur á okkar kostnað ásamt að rýra eignir okkar. Aldrei hefur Vestræn þjóð verið gjaldfelld jafn svívirðilega og við Íslendingar frá hruni þar sem við almenningur bárum allan kostnað á meðan þeir sem ollu hruninu með kvótalánunum veltu sér upp úr óáunnum óðagróðanum. Hættum að vera vilja lausir þrælar útgerðanna og markaðarins sem éta upp eigur okkar og færir þeim er síst skyldi þvílíkan óáunninn auð að annað eins hefur ekki sést í hinni víðu veröld. Höfundur er heldri borgari og fv skipstjóri og aflamaður.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar