Hafa selt fyrir þrjá milljarða og sett 138 fyrirtæki á útilokunarlista Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2021 12:58 Starfsemi fyrirtækjanna uppfyllir ekki skilyrði um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar samkvæmt nýrri heildarstefnu stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna um ábyrgar fjárfestingar. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hefur sett alls 138 fyrirtæki á útilokunarlista. Þegar hafa verið seldar eignir að virði rúmlega þriggja milljarða króna úr eignasöfnum LV vegna útilokunarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LV. Ástæðan er sögð vera að starfsemi fyrirtækjanna uppfylli ekki skilyrði um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar samkvæmt nýrri heildarstefnu stjórnar LV um ábyrgar fjárfestingar. Á grundvelli nýrrar stefnu stefnu hefur lífeyrissjóðurinn þegar sett 138 fyrirtæki á útilokunarlista: 88 fyrirtæki sem vinna kol, olíusand og olíuleir, 13 fyrirtæki í tóbaksframleiðslu, 22 fyrirtæki sem framleiða umdeild vopn og; 15 fyrirtæki sem teljast brjóta gegn „UN Global Compact“. Sjá má útilokunarlistann á heimasíðu lífeyrissjóðsins, en tekið er fram að við smíði stefnunnar um ábyrgar fjárfestingar hafi verið litið um fyrirmynda frá leiðandi lífeyrissjóðum á Norðurlöndum. „Framangreind útilokun er hluti af víðtækri stefnumótun stjórnar sjóðsins varðandi ábyrgar fjárfestingar. Afraksturinn er meðal annars tvær nýjar stefnur sem styðja við ábyrga langtímaávöxtun eigna, sjálfbærni og aðgerðir í loftslagsmálum. Í nýrri heildarstefnu LV um ábyrgar fjárfestingar er gerð grein fyrir útfærslu LV á aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga sem endurspeglar auknar áherslur sjóðsins í þessum málaflokki. Þar er meðal annars vikið að markmiðum stefnunnar, þýðingu sjálfbærni við eignastýringu, samþættingu aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga við hefðbundna eignastýringu og framkvæmd eigendahlutverks, upplýsingagjöf um framkvæmd stefnunnar og innleiðingu. Jafnfram er lögð áhersla á að þau fyrirtæki sem sjóðurinn fjárfestir í eigi ábyrg samskipti við haghafa sína og fylgi betur áherslum LV varðandi góða stjórnarhætti,“ segir í tilkynningunni. Eignastefna LV varðar eignasöfn sem nema ríflega 1.100 milljörðum og eru grundvöllur réttinda rúmlega 175 þúsunda sjóðfélaga. Lífeyrissjóðir Skotvopn Bensín og olía Áfengi og tóbak Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá LV. Ástæðan er sögð vera að starfsemi fyrirtækjanna uppfylli ekki skilyrði um sjálfbærni og ábyrgar fjárfestingar samkvæmt nýrri heildarstefnu stjórnar LV um ábyrgar fjárfestingar. Á grundvelli nýrrar stefnu stefnu hefur lífeyrissjóðurinn þegar sett 138 fyrirtæki á útilokunarlista: 88 fyrirtæki sem vinna kol, olíusand og olíuleir, 13 fyrirtæki í tóbaksframleiðslu, 22 fyrirtæki sem framleiða umdeild vopn og; 15 fyrirtæki sem teljast brjóta gegn „UN Global Compact“. Sjá má útilokunarlistann á heimasíðu lífeyrissjóðsins, en tekið er fram að við smíði stefnunnar um ábyrgar fjárfestingar hafi verið litið um fyrirmynda frá leiðandi lífeyrissjóðum á Norðurlöndum. „Framangreind útilokun er hluti af víðtækri stefnumótun stjórnar sjóðsins varðandi ábyrgar fjárfestingar. Afraksturinn er meðal annars tvær nýjar stefnur sem styðja við ábyrga langtímaávöxtun eigna, sjálfbærni og aðgerðir í loftslagsmálum. Í nýrri heildarstefnu LV um ábyrgar fjárfestingar er gerð grein fyrir útfærslu LV á aðferðarfræði ábyrgra fjárfestinga sem endurspeglar auknar áherslur sjóðsins í þessum málaflokki. Þar er meðal annars vikið að markmiðum stefnunnar, þýðingu sjálfbærni við eignastýringu, samþættingu aðferðafræði ábyrgra fjárfestinga við hefðbundna eignastýringu og framkvæmd eigendahlutverks, upplýsingagjöf um framkvæmd stefnunnar og innleiðingu. Jafnfram er lögð áhersla á að þau fyrirtæki sem sjóðurinn fjárfestir í eigi ábyrg samskipti við haghafa sína og fylgi betur áherslum LV varðandi góða stjórnarhætti,“ segir í tilkynningunni. Eignastefna LV varðar eignasöfn sem nema ríflega 1.100 milljörðum og eru grundvöllur réttinda rúmlega 175 þúsunda sjóðfélaga.
Lífeyrissjóðir Skotvopn Bensín og olía Áfengi og tóbak Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Sjá meira