Neytendur

Svona er að fá heita máltíð senda heim með dróna

Snorri Másson skrifar
Svona lítur framtíðin út: Kjúklingavængir í eins konar fallhlíf úr dróna frá Aha. Ný tegund af heimsendingarþjónustu er að ryðja sér til rúms.
Svona lítur framtíðin út: Kjúklingavængir í eins konar fallhlíf úr dróna frá Aha. Ný tegund af heimsendingarþjónustu er að ryðja sér til rúms. Stöð 2

Flutningafyrirtækið Aha.is hlaut á dögunum verðlaun fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Flotinn rafvæddur og ýmislegt göfugt í þeim dúr, en það sem er meira um vert: Þeir senda heim mat með dróna.

Slík heimsending er sem sagt ekki lengur framtíðarmúsík, heldur er fjöldi Íslendinga sem nýtir sér þessa þjónustu daglega. Matnum er flogið af stað úr Skeifunni og hann er kominn heim að dyrum eftir örfáar mínútur - það er enda fljótlegt að ferðast beina loftlínu.

Vegalengd sem tekur 35 mínútur í þungri síðdegisumferð á bíl tekur drónann sex mínútur, eins og Maron Kristófersson framkvæmdastjóri lýsir fyrir fréttastofu. Það eina sem maður þarf að gera er að skrá sig í forritinu og svo getur maður byrjað að panta.

Á það skal bent að það er reyndar höfuðmál að velja lendingarstað með sérstakri nákvæmni, eins og fréttastofa reyndi á eigin skinni. Best er að hafa um það sem fæst orð og vísa einfaldlega á myndbandið hér að ofan, sem gerir málinu tæmandi skil.

Dróninn stýrir sér alveg sjálfur. Á góðviðrisdögum eru hátt í 3 prósent pantana hjá Aha himnasendingar og fjöldi kúnna sem hefur tekið við tugum þeirra.

Maron Kristófersson framkvæmdastjóri Aha hefur mikla trú á drónunum.Stöð 2

Maron telur að þetta sé hluti af framtíðinni.

„Annars væri ég ekki búinn að vera að þessu í fimm ár. Þannig að já, alveg klárlega, þetta verður alltaf hluti af því, en þetta verður ekki heildin,“ segir Maron.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
3,85
27
195.390
MAREL
2,66
63
670.001
ORIGO
0,74
16
131.303
BRIM
0,68
6
3.656
LEQ
0,53
1
501

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,1
123
251.373
ICESEA
-2,56
11
44.079
EIM
-1,75
7
51.218
VIS
-1,39
4
80.898
REGINN
-1,35
3
47.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.