Viðskipti erlent

Svona lítur drón heimsending Amazon út

Sæunn Gisladóttir skrifar
Drónar Amazon geta flogið allt að fimmtán mílur í einu.
Drónar Amazon geta flogið allt að fimmtán mílur í einu. Mynd/Amazon
Í dag deildi Amazon nýrri uppfærslu á Prime Air, drón heimsendingaþjónustu sinni. Þjónustan var fyrst kynnt árið 2013 með myndbroti sem margir héldu að væri brandari. 

Á heimasíðu Amazon Prime Air má sjá nýja hönnun á dróninum. Meðfylgjandi eru svo myndskeið sem útskýra hvernig ferlið virkar. Dróninn getur flogið allt að 15 mílur í einu og lendir svo í garðinum hjá viðkomandi með pakkann. Hægt er að fá pöntunina afhenta þrjátíu mínútum eftir að hún er pöntuð. Þjónustan er væntanleg á næstu misserum.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband með fyrrverandi Top Gear stjörnunni Jeremy Clarkson, sem vinnur nú að nýjum þáttum hjá Amazon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×