Handbolti

Halldór Jóhann: „Við spiluðum bara lélegan seinni hálfleik“

Hólmar Höskuldsson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var eðlailega svekktur í leikslok.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var eðlailega svekktur í leikslok. vísir/hulda margrét

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var eðlilega svekktur eftir tveggja marka tap sinna manna gegn Aftureldingu. Honum fannst vanta upp á meira framlag frá fleiri leikmönnum þegar átt er við lið sem er jafn gott og Afturelding.

„Ég get lifað með 26 mörkum á mig gegn Aftureldingu en við erum samt að gera rosalegar gloríur hér í seinni hálfleik,“ sagði Halldór, en eins og hann sagði hér fyrr í viðtalinu fannst honum vanta meira framlag frá fleiri mönnum og sér í lagi frá mönnum sem ætlast til er að sjái fyrir góðu framlagi í stöðuni sem Selfoss er í. Þrátt fyrir það var hann sáttur með leik sinna manna í fyrri hálfleik.

Þegar Halldór var spurður um dómgæslu leiksins vissi hann ekki alveg hvort þetta hafi verið erfiður leikur að dæma og hvort það hafði hallað á sína menn eða lið Aftureldingar.

„Ég og Gunni vorum sennilega báðir með atvik sem við vorum að pirra okkur á en við spiluðum bara lélegan seinni hálfleik.“

Næsta verkefni lærisveina Halldórs Jóhanns er síðan Evrópudeildinn þar sem þeir mæta RK Ormoz en honum fannst fínt að fá svoleiðis verkefni inn á milli. Nú tæki bara við undirbúningur fyrir þann leik og er það þeim alveg ljóst að þeir þurfa spila 2 mjög góða leiki ætli þeir sér áfram


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.