Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri hjá Lands­bankanum

Atli Ísleifsson skrifar
Eyrún Anna Einarsdóttir.
Eyrún Anna Einarsdóttir. Landsbankinn

Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum.

Í tilkynningu á vef bankans segir að Eyrún hafi hafið störf hjá Landsbankanum árið 2006. 

„Hún starfaði fyrst við Safnastýringu sem heyrði undir Eignastýringu bankans og stýrði þeirri einingu frá 2010 til 2012. Undanfarin níu ár hefur Eyrún verið forstöðumaður Viðskiptalausna Eignastýringar og miðlunar þar sem hún hefur verið ábyrg fyrir árangursviðmiðum, áætlanagerð og þróun, sem og flestum breytingum og rekstrarmálum sviðsins. 

Hún hefur leitt innleiðingu á mörgum stærri verkefnum bankans á sviði verðbréfaviðskipta, ásamt því að vera vörustjóri fyrir sparnað og ávöxtun hjá bankanum. 

Eyrún er með B.Sc.-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.Sc.-gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún tekur strax við starfinu,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×