Arnór Atla mætir gamla félaginu sínu í Íslendingaslag í undanúrslitum HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 16:16 Arnór Atlason frá dögum sínum sem leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta. Getty/Christof Koepsel Danska félagið Álaborg Håndbold var án íslenska landsliðsmannsins Arons Pálmarssonar í dag en var samt sem áður í litlum vandræðum með að tryggja sér sæti í undanúrslitum á heimsmeistarakeppni félagsliða. Álaborg vann þá ellefu marka sigur á heimamönnum í Al Wehda, 38-27, en heimsmeistarakeppnin fer að þessu sinni fram í borginni Jeddah á vesturströnd Sádí Arabíu. Danska liðið var komið níu mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 19-10, og var með góð tök á leiknum allan tímann. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins og liðið varð danskur meistari undanfarin þrjú ár og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron Pálmarsson gekk til liðs við danska félagið frá Barcelona í sumar en hefur verið að glíma við meiðsli. It's a commanding win for Aalborg in the second-to-last 2021 IHF Men's #SuperGlobe quarter-final, taking the Danish side to their first appearance in the medal round pic.twitter.com/FR3cLIxOO0— International Handball Federation (@ihf_info) October 6, 2021 Sebastien Hein Barthold var markahæstur hjá Álaborg með átta mörk en Sven Jonas Samuelsson skoraði sjö mörk. Barthold skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum. Álaborgarliðið mætir þýska liðinu SC Magdeburg í undanúrslitaleiknum á morgun en þýska liðið vann sinn leik í átta liða úrslitunum fyrr í dag. Með liði SC Magdeburg spila einmitt íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Það verður því Íslendingaslagur í undanúrslitunum. Arnór mun þar líka mæta sínu gamla félagi en hann hóf atvinnumannaferil sinn á sínum tíma hjá liði Magdeburg árið 2004 og var þar til 2006 þegar hann fór til FCK í Danmörku. Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Álaborg vann þá ellefu marka sigur á heimamönnum í Al Wehda, 38-27, en heimsmeistarakeppnin fer að þessu sinni fram í borginni Jeddah á vesturströnd Sádí Arabíu. Danska liðið var komið níu mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 19-10, og var með góð tök á leiknum allan tímann. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins og liðið varð danskur meistari undanfarin þrjú ár og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron Pálmarsson gekk til liðs við danska félagið frá Barcelona í sumar en hefur verið að glíma við meiðsli. It's a commanding win for Aalborg in the second-to-last 2021 IHF Men's #SuperGlobe quarter-final, taking the Danish side to their first appearance in the medal round pic.twitter.com/FR3cLIxOO0— International Handball Federation (@ihf_info) October 6, 2021 Sebastien Hein Barthold var markahæstur hjá Álaborg með átta mörk en Sven Jonas Samuelsson skoraði sjö mörk. Barthold skoraði öll mörkin sín í fyrri hálfleiknum. Álaborgarliðið mætir þýska liðinu SC Magdeburg í undanúrslitaleiknum á morgun en þýska liðið vann sinn leik í átta liða úrslitunum fyrr í dag. Með liði SC Magdeburg spila einmitt íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Það verður því Íslendingaslagur í undanúrslitunum. Arnór mun þar líka mæta sínu gamla félagi en hann hóf atvinnumannaferil sinn á sínum tíma hjá liði Magdeburg árið 2004 og var þar til 2006 þegar hann fór til FCK í Danmörku.
Handbolti Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita