Viðskipti innlent

Ráðin gæða- og fræðslu­stjóri Fastus

Atli Ísleifsson skrifar
Hlíf Böðvarsdóttir.
Hlíf Böðvarsdóttir. Fastus

Hlíf Böðvarsdóttir hefur verið ráðin sem gæða- og fræðslustjóri Fastus.

Í tilkynningu segir að Hlíf muni halda utan um gæðakerfi fyrirtækisins í takt við auknar kröfur á markaði um gæði, öryggi og rekjanleika lækningatækja. Auk þess mun hún sjá um fræðslumál fyrirtækisins.

„Síðastliðin 7 ár starfaði Hlíf hjá Securitas þar sem hún gegndi ýmsum stjórnendastöðum, síðast sem gæða-og öryggisstjóri. Fyrir það starfaði Hlíf sem kennari og verkefnastjóri í Keili, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og þar áður sem fjármálastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. 

Hlíf er með Bs gráðu í viðskiptafræði og Med gráðu í lýðheilsu og kennslufræðum frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Um fyrirtækið segir að Fastus sé þjónustufyrirtæki sem sjái fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og í rekstri tengdum matvælum og iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum. Hjá félaginu starfi um sextíu manns.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.