Fimm ástæður fyrir að endurtaka kosningarnar í heild sinni Katrín Oddsdóttir skrifar 30. september 2021 11:00 1. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Mannréttindadómstóllinn þegar komist að því að kerfi þar sem þingmenn úskurði sjálfir um lögmæti kjörs síns standist ekki 3. grein I. viðauka við lögfestan Mannréttindasáttmála Evrópu. Greinin ber heitið: "Réttur til frjálsra kosninga" og í fyrra fékk Belgía á baukinn fyrir sams konar brot og það sem fyrirhugað er hér heima. Það að halda áfram þessari hröðu feygðarför í átt að broti á Mannréttindasáttmála Evrópu er afleitt. Miðað við það sem ég hef séð af skrifum lögmannsins Magnúsar Norðdahl sýnist ljóst að hann ætlar með málið alla leið, ef fram fer sem horfir. Eftir Landsréttar-auðmýkinguna í fyrra, er ömurlegt að hugsa til þess að Ísland fái annan alþjóðlegan skell fyrir að geta ekki uppfyllt kröfur réttarríkisins. Spyrja þarf strax hvernig Alþingi ætli sér að bregðast við þegar Mannréttindadómstóllinn segir það sitja í skjóli ólögmætis? 2. Sú staðreynd að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í níu ár, eykur á alvarleika brotsins gegn Mannréttindasáttmálanum sem er í uppsiglingu. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn samkvæmt fræðigreininni stjórnskipunarrétti. Ef farið hefði verið eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands væri það ekki verkefni Alþingis að ákveða hvort það sjálft væri rétt kjörið. Auk þess myndi vera hægt að skjóta niðurstöðu um lögmæti kosninga til dómstóla samkvæmt nýju stjórnarskránni en það er ekki hægt í dag. Með aðgerðaleysi sínu á stjórnarskrárbreytingum hefur Alþingi því haldið óhóflegum og óeðlilegum völdum sínum í þessu tilliti, þvert á vilja stjórnarskrárgjafans. 3. Báðar talningar í Norðvesturkjördæmi eru ónýtar því of mikill vafi leikur á því að þær séu hvor um sig réttar. Þetta þýðir að mínu mati að eina færa leiðin er að kjósa aftur í þessu kjördæmi, þannig að við erum hvort sem er að leggja af stað í nýjar kosningar með fyrirsjáanlegum töfum á að fullt og starfhæft Alþingi komi saman. 4. Brot á kosningalögum einskorðast ekki við þetta kjördæmi. Því miður. Eins og Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður, hefur sagt frá opinberlega voru innsigli rofin á utankjörfundaratkvæðum í Reykjavík mörgum dögum fyrir kjörfund sem er óheimilt. Atkvæðin voru geymd í innsigluðum herbergjum í Reykjavík og Kópvogi en innsiglin voru rofin áður en eftirlitsmaður kom í hús, sem gerir innsiglunina merkingarlausa. Enn alvarlegri er eftirfarandi staðreynd sem fram kom í frétt Rúv um málið í gær: "Allur gangur virðist þó hafa verið á því hjá yfirkjörstjórnum hvort atkvæði voru innsigluð á meðan þær hvíldu sig eftir að hafa skilað af sér lokatölum til fjölmiðla." Með öðrum orðum var hið ólögmæta vinnulag sem viðhaft var í Norðvesturkjördæmi ekki einsdæmi. Við þetta bætist að fatlað fólk fékk ekki leynilega kosningu þar sem ekki voru tjöld fyrir kjörklefum ætluðum þeim á að minnsta kosti þremur kjörstöðum. Margir aðrir vankantar hafa verið viðraðir á kosningunum sem ganga gegn lögum. Við eigum eitt skýrt og nýlegt fordæmi um ógildingu kosningar vegna slíkra formgalla sem var ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninganna árið 2011. Það fordæmi hlýtur að eiga við hér. 5. Óheppilegar aðgerðir Landskjörstjórnar. Nú hefur komið í ljós að Ingi Tryggvason hóf sína umdeildu endurtalningu í Borgarnesi í kjölfar þess að Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar hafði við hann samband með ábendingu um það að mjótt væri á munum. Ég átta mig ekki á hvort Kristínu hefur hreinlega grunað að talningu í Borgarnesi væri svona ábótavant eða hvað henni gekk annars til með ábendingunni. Ekki liggur fyrir að sams konar ábending hafi farið til Suðurkjördæmis þar sem einnig var mjótt á munum. Þessi afskipti finnast mér mjög óheppileg og undarlegt hvers vegna fjölmiðlar hafa ekki hoggið meira eftir ástæðu þeirra. Þegar Landskjörstjórn kallar svo á skýrslur um framkvæmd kosninga úr öllum kjördæmum tryggir hún ekki að umboðsmenn flokka, sem eru formlegir eftirlitsmenn með kosningunum, fái aðkomu né aðgang að þeim skýrslum sem frá kjörstjórnum koma. Það er einkennilegt að hafa þá sem eftirlitsskyldu bera ekki með í slíku verkefni.Að hætti hinnar séríslensku leyndarhyggju varðist svo Landskjörstjórn fimlega efnislegum útskýringum á afstöðu sinni þegar fjölmiðlar reyndu að varpa ljósi á nákvæmlega hvers vegna hún hefði komist að þeirri niðurstöður að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um fullnægjandi meðferð kjörgagna. Nú situr svo Landskjörstjórn uppi með það verkefni að velja hvor fimmmeningahópurinn sest á þing þar sem ákvörðunum lögmæti kosninganna verður svo tekin. Þannig er Landskjörstjórn komin ansi mörgum megin borðsins finnst mér. *** Það að grafa undan trausti almennings á kosningaframkvæmd er alvarlegur hlutur að mínu mati. Öll opinber kerfi hvíla jú fyrst og fremst á trausti. Hins vegar er hreinskilni forsenda trausts og þess vegna verðum við að hafa hugrekki til að horfast í augu við þessa alvarlegu stöðu sem upp er komin og íhuga alvarlega hvort það sé ekki happasælast fyrir okkur sem þjóð að endurtaka hreinlega alþingiskosningarnar í heild sinni. Mín tilfinning er sú að annars muni þessi deila vinda upp á sig út í hið óendanlega, okkur öllum og lýðræðinu okkar til ills. Höfundur er lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Stjórnarskrá Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
1. Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Mannréttindadómstóllinn þegar komist að því að kerfi þar sem þingmenn úskurði sjálfir um lögmæti kjörs síns standist ekki 3. grein I. viðauka við lögfestan Mannréttindasáttmála Evrópu. Greinin ber heitið: "Réttur til frjálsra kosninga" og í fyrra fékk Belgía á baukinn fyrir sams konar brot og það sem fyrirhugað er hér heima. Það að halda áfram þessari hröðu feygðarför í átt að broti á Mannréttindasáttmála Evrópu er afleitt. Miðað við það sem ég hef séð af skrifum lögmannsins Magnúsar Norðdahl sýnist ljóst að hann ætlar með málið alla leið, ef fram fer sem horfir. Eftir Landsréttar-auðmýkinguna í fyrra, er ömurlegt að hugsa til þess að Ísland fái annan alþjóðlegan skell fyrir að geta ekki uppfyllt kröfur réttarríkisins. Spyrja þarf strax hvernig Alþingi ætli sér að bregðast við þegar Mannréttindadómstóllinn segir það sitja í skjóli ólögmætis? 2. Sú staðreynd að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í níu ár, eykur á alvarleika brotsins gegn Mannréttindasáttmálanum sem er í uppsiglingu. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn samkvæmt fræðigreininni stjórnskipunarrétti. Ef farið hefði verið eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands væri það ekki verkefni Alþingis að ákveða hvort það sjálft væri rétt kjörið. Auk þess myndi vera hægt að skjóta niðurstöðu um lögmæti kosninga til dómstóla samkvæmt nýju stjórnarskránni en það er ekki hægt í dag. Með aðgerðaleysi sínu á stjórnarskrárbreytingum hefur Alþingi því haldið óhóflegum og óeðlilegum völdum sínum í þessu tilliti, þvert á vilja stjórnarskrárgjafans. 3. Báðar talningar í Norðvesturkjördæmi eru ónýtar því of mikill vafi leikur á því að þær séu hvor um sig réttar. Þetta þýðir að mínu mati að eina færa leiðin er að kjósa aftur í þessu kjördæmi, þannig að við erum hvort sem er að leggja af stað í nýjar kosningar með fyrirsjáanlegum töfum á að fullt og starfhæft Alþingi komi saman. 4. Brot á kosningalögum einskorðast ekki við þetta kjördæmi. Því miður. Eins og Jón Þór Ólafsson, fyrrverandi þingmaður, hefur sagt frá opinberlega voru innsigli rofin á utankjörfundaratkvæðum í Reykjavík mörgum dögum fyrir kjörfund sem er óheimilt. Atkvæðin voru geymd í innsigluðum herbergjum í Reykjavík og Kópvogi en innsiglin voru rofin áður en eftirlitsmaður kom í hús, sem gerir innsiglunina merkingarlausa. Enn alvarlegri er eftirfarandi staðreynd sem fram kom í frétt Rúv um málið í gær: "Allur gangur virðist þó hafa verið á því hjá yfirkjörstjórnum hvort atkvæði voru innsigluð á meðan þær hvíldu sig eftir að hafa skilað af sér lokatölum til fjölmiðla." Með öðrum orðum var hið ólögmæta vinnulag sem viðhaft var í Norðvesturkjördæmi ekki einsdæmi. Við þetta bætist að fatlað fólk fékk ekki leynilega kosningu þar sem ekki voru tjöld fyrir kjörklefum ætluðum þeim á að minnsta kosti þremur kjörstöðum. Margir aðrir vankantar hafa verið viðraðir á kosningunum sem ganga gegn lögum. Við eigum eitt skýrt og nýlegt fordæmi um ógildingu kosningar vegna slíkra formgalla sem var ákvörðun Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninganna árið 2011. Það fordæmi hlýtur að eiga við hér. 5. Óheppilegar aðgerðir Landskjörstjórnar. Nú hefur komið í ljós að Ingi Tryggvason hóf sína umdeildu endurtalningu í Borgarnesi í kjölfar þess að Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar hafði við hann samband með ábendingu um það að mjótt væri á munum. Ég átta mig ekki á hvort Kristínu hefur hreinlega grunað að talningu í Borgarnesi væri svona ábótavant eða hvað henni gekk annars til með ábendingunni. Ekki liggur fyrir að sams konar ábending hafi farið til Suðurkjördæmis þar sem einnig var mjótt á munum. Þessi afskipti finnast mér mjög óheppileg og undarlegt hvers vegna fjölmiðlar hafa ekki hoggið meira eftir ástæðu þeirra. Þegar Landskjörstjórn kallar svo á skýrslur um framkvæmd kosninga úr öllum kjördæmum tryggir hún ekki að umboðsmenn flokka, sem eru formlegir eftirlitsmenn með kosningunum, fái aðkomu né aðgang að þeim skýrslum sem frá kjörstjórnum koma. Það er einkennilegt að hafa þá sem eftirlitsskyldu bera ekki með í slíku verkefni.Að hætti hinnar séríslensku leyndarhyggju varðist svo Landskjörstjórn fimlega efnislegum útskýringum á afstöðu sinni þegar fjölmiðlar reyndu að varpa ljósi á nákvæmlega hvers vegna hún hefði komist að þeirri niðurstöður að ekki hefði borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um fullnægjandi meðferð kjörgagna. Nú situr svo Landskjörstjórn uppi með það verkefni að velja hvor fimmmeningahópurinn sest á þing þar sem ákvörðunum lögmæti kosninganna verður svo tekin. Þannig er Landskjörstjórn komin ansi mörgum megin borðsins finnst mér. *** Það að grafa undan trausti almennings á kosningaframkvæmd er alvarlegur hlutur að mínu mati. Öll opinber kerfi hvíla jú fyrst og fremst á trausti. Hins vegar er hreinskilni forsenda trausts og þess vegna verðum við að hafa hugrekki til að horfast í augu við þessa alvarlegu stöðu sem upp er komin og íhuga alvarlega hvort það sé ekki happasælast fyrir okkur sem þjóð að endurtaka hreinlega alþingiskosningarnar í heild sinni. Mín tilfinning er sú að annars muni þessi deila vinda upp á sig út í hið óendanlega, okkur öllum og lýðræðinu okkar til ills. Höfundur er lögfræðingur og formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun