Skoðun

Mikill mann­auður og þekking innan SFV

Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Nú eru kosningar að baki og þreifingar farnar í gang varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. Í aðdraganda kosninga þá áttum við hjá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV, fundi með fulltrúum allra þeirra framboða sem nú eiga kjörna fulltrúa inn á Alþingi. Um leið og við þökkum af heilum hug þeim frambjóðendum sem til okkar komu fyrir að gefa sér tíma í önnum kosningarbaráttunnar fyrir samtalið þá viljum við einnig þakka fyrir þann góða hljómgrunn sem málflutningur okkar fékk í þessum samtölum.

Mikilvægi þriðja geirans er óumdeilt í heilbrigðiskerfinu og mikilvægt að við fulltrúar hans fáum áfram áheyrn og tækifæri til þess að koma sjónarmiðum okkar og tillögum á framfæri, líka að loknum kosningum.

Það er mikill mannauður og þekking á ýmsum málefnum og viðfangsefnum heilbrigðiskerfisins innan þeirra stofnana og fyrirtækja sem að Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu standa.

Við skorum á stjórnvöld að nýta þann mannauð og þekkingu enn frekar á komandi tímum í mikilvægum verkefnum, samfélaginu til heilla, nú þegar nýtt kjörtímabil hefst.

Takk fyrir samtalið ágætu stjórnmálamenn - við í SFV erum til samtals, samstarfs og þjónustu reiðurbúinn !

Höfundur er formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.