Viðskipti innlent

Bætist í hóp eig­enda Advel

Atli Ísleifsson skrifar
Bjarni Þór Bjarnason.
Bjarni Þór Bjarnason. Aðsend

Bjarni Þór Bjarnason, lögmaður, hefur gengið til liðs til ADVEL lögmenn og verður hann jafnframt einn eigenda félagsins.

Í tilkynningu kemur fram að Bjarni hefur hafi víðtæka reynslu af lögfræðiráðgjöf fyrir innlenda og erlenda viðskipavini og muni einkum veita viðskiptavinum fyrirtækisins ráðgjöf í tengslum við fjárfestingar, fjármögnun fyrirtækja og skattaleg málefni. 

„Bjarni hefur í störfum sínum lagt mesta áherslu á félagarétt, skattaréttar og aðra fyrirtækjaráðgjöf. Hann hefur undanfarin ár m.a. starfað sem sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækisins Deloitte ehf., þar sem hann var jafnframt einn af eigendum félagsins, og sem lögmaður hjá lögmannsstofunni LOGOS. 

Bjarni lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 2008 og framhaldsnámi (LL.M.) við University of Southern California árið 2009. Þá hlaut Bjarni réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 2011. Bjarni er kvæntur Helgu Elísu Þorkelsdóttur, iðnaðarverkfræðingi, og eiga þau saman þrjú börn,“ segir í tilkynningunni.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.