Viðskipti innlent

Rekstrar­fé­lag Hótel Sögu gjald­þrota

Þorgils Jónsson skrifar
Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hótelið var rekið í Bændahöllinni um áratugaskeið, en lokaði í nóvember síðastliðnum vegna rekstrarvanda tengdum Covid-19 heimsfaraldrinum.
Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Hótelið var rekið í Bændahöllinni um áratugaskeið, en lokaði í nóvember síðastliðnum vegna rekstrarvanda tengdum Covid-19 heimsfaraldrinum.

Félagið Hótel Saga ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins og er vísað í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu.

Félagið, sem er í eigu Bændasamtaka Íslands rak Hótel Sögu í Bændahöllinni við Hagatorg um áratugaskeið, en hótelinu var lokað í nóvember á síðasta ári. Í tilkynningu frá eigendum var áhrifum af Covid-heimsfaraldrinum kennt um.

Samkvæmt heimasíðu Bændasamtakanna var hótelreksturinn í tveimur félögum í eigu samtakanna, annars vegar Hótel Saga ehf., sem rak hótelið sjálft, og hins vegar Bændahöllinni ehf. sem rak fasteignina.

Í sumar var sagt frá því að viðræður stæðu yfir við aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á húsinu, en þær viðræður virðast hafa runnið út í sandinn, líkt og viðræður við fjármálaráðuneytið um að Háskóli Íslands myndi kaupa húsið.


Tengdar fréttir

Stefnir í áframhaldandi hótelrekstur í Bændahöllinni

Einkaviðræður aðila tengdum Hótel Óðinsvé um kaup á Bændahöllinni eru vel á veg komnar. Nýir eigendur áforma áframhaldandi rekstur hótels í fasteigninni sem hýst hefur Hótel Sögu í 59 ár.

Hugsanlegt að Háskóli Íslands kaupi Hótel Sögu

Til greina kemur að Háskóli Íslands kaupi hótel Hótel Sögu. Þetta staðfestir Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, í samtali við Markaðinn viðskiptarit Fréttablaðsins en hótelinu var lokað í nóvember síðastliðnum.

Bændasamtökin loka Hótel Sögu

Samtökin segjast nauðbeygð vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og um allan heim.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.