Handbolti

Ólafur Andrés beið lægri hlut í Dan­mörku og Orri Freyr í Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés í leik með Montpellier.
Ólafur Andrés í leik með Montpellier. EPA-EFE/Guillaume Horcajuelo

Ólafur Andrés Guðmundsson og liðsfélagar hans í Montpellier máttu sín lítils gegn danska stórliðinu Álaborg í Meistaradeild Evrópu í handbolta, lokatölur 36-28. Sömu sögu er að segja af norska félaginu Elverum sem heimsótti Kiel í Þýskalandi, lokatölur 41-36.

Heimamenn voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-13 Álaborg í vil og fór það svo að Danirnir unnu með átta marka mun, lokatölur 36-28. Ólafur Andrés skoraði eitt mark í leiknum.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar og Aron Pálmarsson er leikmaður liðsins. Aron lék þó ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla.

Þá skoraði Orri Freyr Þorkelsson eitt mark í fimm marka tapi Elverum gegn Kiel, lokatölur 41-36 þýska liðinu í vil.

Álaborg er á toppi A-riðils með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Montpellier og Elverum eru með aðeins eitt stig á sama tíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.