Heimamenn voru mun sterkari aðilinn frá upphafi til enda í kvöld. Staðan í hálfleik var 18-13 Álaborg í vil og fór það svo að Danirnir unnu með átta marka mun, lokatölur 36-28. Ólafur Andrés skoraði eitt mark í leiknum.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar og Aron Pálmarsson er leikmaður liðsins. Aron lék þó ekki með liðinu í kvöld vegna meiðsla.
Þá skoraði Orri Freyr Þorkelsson eitt mark í fimm marka tapi Elverum gegn Kiel, lokatölur 41-36 þýska liðinu í vil.
Álaborg er á toppi A-riðils með fjögur stig að loknum tveimur leikjum. Montpellier og Elverum eru með aðeins eitt stig á sama tíma.