Sömdu við kröfuhafa en næsta greiðsla gæti orðið félaginu að falli Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2021 15:15 Höfuðstöðvar Evergrande eru staðsettar í Hong Kong. Getty/Katherine Cheng Kínverska fasteignafélagið Evergrande Group hefur tekist að semja við kröfuhafa um stóra vaxtagreiðslu sem er gjalddaga á morgun. Stjórnendur hafa varað við því að það gæti verið á leið í gjaldþrot en fasteignaþróunarfélagið er það skuldsettasta í heimi. Umrædd greiðsla nemur 233 milljónum yuan eða um 4,69 milljörðum íslenskra króna. Ekkert hefur verið gefið upp um skilmála sáttarinnar eða hvernig félagið ætlar að standa í skilum á annarri og stærri vaxtagreiðslu í þessari viku. Sú nemur 83,5 milljónum bandaríkjadala eða um 10,85 milljörðum króna. Fjárfestar víða um heim hafa fylgst náið með erfiðri skuldastöðu Evergrande sem er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag í Kína og hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis þar í landi. Virði hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið á mörkuðum í Hong Kong, New York og víðar, og er talið að áhyggjur fjárfesta af afdrifum félagsins hafi leitt til lækkunar á ótengdum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Ekki liggur fyrir hvort kínversk stjórnvöld hyggist koma félaginu til bjargar með einhverjum hætti en fjárfestar hafa áhyggjur af því að gjaldþrot myndi hafa keðjuverkandi áhrif og smitast út fyrir kínverska markaði. Meðal annars gæti minni kaupmáttur og eftirspurn eftir vörum í Kína haft áhrif á hrávörumarkaði sem eigi mikið undir eftirspurn á kínverskum markaði. Skuldar 39 þúsund milljarða króna Talið er að Evergrande skuldi um 300 milljarða bandaríkjadala eða um 39 þúsund milljarða króna. Stór hluti skuldabréfanna er í eigu kínverskra fjármálastofnana, almennra fjárfesta, húsnæðieigenda og birgðasala Evergrande. Þá er hluti skuldabréfanna í eigu erlendra fjárfesta. Á síðustu vikum hafa forsvarsmenn fasteignafélagsins varað við því að það stefni í gjaldþrot ef ekki tekst að safna miklu fjármagni á skjótum tíma. Óljóst er hvort félagið komi til með að verða úrskurðað gjaldþrota eða kínversk stjórnvöld muni reyna að forða Evergrande frá slíkum örlögum. Talið er að gjaldþrot myndi hafa veigamikil áhrif á kínverskt efnahagslíf og fjármálamarkaði. Að sögn CNN telja margir fjármálagreinendur það ólíklegt að stjórnvöld í Beijing komi til með að bjarga félaginu en mögulega muni þau koma að fjárhagslegri endurskipulagningu til að reyna að verja minni fjárfesta og húsnæðiseigendur. Samkvæmt greiningaraðilum hjá S&P Global Ratings eru kínversk stjórnvöld einungis líkleg til að koma í veg fyrir gjaldþrotið ef talið er að áhrif þess verði fleiri fasteignaþróunarfélögum að falli. Kína Fasteignamarkaður Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Umrædd greiðsla nemur 233 milljónum yuan eða um 4,69 milljörðum íslenskra króna. Ekkert hefur verið gefið upp um skilmála sáttarinnar eða hvernig félagið ætlar að standa í skilum á annarri og stærri vaxtagreiðslu í þessari viku. Sú nemur 83,5 milljónum bandaríkjadala eða um 10,85 milljörðum króna. Fjárfestar víða um heim hafa fylgst náið með erfiðri skuldastöðu Evergrande sem er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag í Kína og hefur byggt mikið magn íbúða- og atvinnuhúsnæðis þar í landi. Virði hlutabréfa í félaginu hefur hríðfallið á mörkuðum í Hong Kong, New York og víðar, og er talið að áhyggjur fjárfesta af afdrifum félagsins hafi leitt til lækkunar á ótengdum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Ekki liggur fyrir hvort kínversk stjórnvöld hyggist koma félaginu til bjargar með einhverjum hætti en fjárfestar hafa áhyggjur af því að gjaldþrot myndi hafa keðjuverkandi áhrif og smitast út fyrir kínverska markaði. Meðal annars gæti minni kaupmáttur og eftirspurn eftir vörum í Kína haft áhrif á hrávörumarkaði sem eigi mikið undir eftirspurn á kínverskum markaði. Skuldar 39 þúsund milljarða króna Talið er að Evergrande skuldi um 300 milljarða bandaríkjadala eða um 39 þúsund milljarða króna. Stór hluti skuldabréfanna er í eigu kínverskra fjármálastofnana, almennra fjárfesta, húsnæðieigenda og birgðasala Evergrande. Þá er hluti skuldabréfanna í eigu erlendra fjárfesta. Á síðustu vikum hafa forsvarsmenn fasteignafélagsins varað við því að það stefni í gjaldþrot ef ekki tekst að safna miklu fjármagni á skjótum tíma. Óljóst er hvort félagið komi til með að verða úrskurðað gjaldþrota eða kínversk stjórnvöld muni reyna að forða Evergrande frá slíkum örlögum. Talið er að gjaldþrot myndi hafa veigamikil áhrif á kínverskt efnahagslíf og fjármálamarkaði. Að sögn CNN telja margir fjármálagreinendur það ólíklegt að stjórnvöld í Beijing komi til með að bjarga félaginu en mögulega muni þau koma að fjárhagslegri endurskipulagningu til að reyna að verja minni fjárfesta og húsnæðiseigendur. Samkvæmt greiningaraðilum hjá S&P Global Ratings eru kínversk stjórnvöld einungis líkleg til að koma í veg fyrir gjaldþrotið ef talið er að áhrif þess verði fleiri fasteignaþróunarfélögum að falli.
Kína Fasteignamarkaður Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent