Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. september 2021 15:15 Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast. Dæmi: stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel. En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og gera hann smám saman að eigin eign. Þetta gerðist oft á öldum áður og þannig urðu til stéttir aðalsmanna sem byggðu á yfirráðum yfir landi. Slíkt kerfi var við lýði í Evrópu og entist fram á 19-öld. Kerfið endaði illa því að ekki var hægt að vinda ofan af því nema með blóðugri byltingu. Við Ísland eru auðug fiskimið sem gefa af sér um tvöfalt meira á hverja flatarmálseiningu en þekktustu önnur fiskimið í Norður-Atlantshafi, svo sem Norðursjórinn og Barentshafið. Tekjumöguleikar eru því miklir, einkum ef fáir njóta gæðanna. Örfáar íslenskar fjölskyldur telja sig nú eiga þessi fiskimið. Þessar fjölskyldur verja rétt sinn af hörku með fulltingi þingflokka sem hindra breytingar í þágu almennings. Þetta er upphaf að myndun stéttar aðalsmanna á Íslandi. Kvótahafar fengu þennan rétt fyrir lítið. Stórútgerðin fær að nota eign almennings, fiskveiðikvótann, og getur meira að segja selt hann frá sér á markaðsverði sem er margfalt það sem hún fær kvótann á. Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki fái botnfiskkvóta, þótt fyrirtækið veiði eingöngu uppsjávarfisk. Sá kvóti er seldur til annarra fyrir um 0,8 milljarða. Tekjur þessa hóps nýríkra aðalsmanna eru miklar. Kvótinn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafakvótinn gerir það að verkum að hagnaður stóru útgerðarfélaganna er svo mikill að þessi fyrirtæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnurekstri og eru líkleg til að eignast nærri allt sem bitastætt er í landinu. Með núverandi kerfi stefnum við að stéttskiptu þjóðfélagi. Það er ekki heillandi framtíðarsýn. Flokkur fólksins vill réttlæti og jöfn tækifæri til þeirra sem byggja og búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill að fullt verð verði greitt fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Settu X við F á kjördag! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast. Dæmi: stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel. En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og gera hann smám saman að eigin eign. Þetta gerðist oft á öldum áður og þannig urðu til stéttir aðalsmanna sem byggðu á yfirráðum yfir landi. Slíkt kerfi var við lýði í Evrópu og entist fram á 19-öld. Kerfið endaði illa því að ekki var hægt að vinda ofan af því nema með blóðugri byltingu. Við Ísland eru auðug fiskimið sem gefa af sér um tvöfalt meira á hverja flatarmálseiningu en þekktustu önnur fiskimið í Norður-Atlantshafi, svo sem Norðursjórinn og Barentshafið. Tekjumöguleikar eru því miklir, einkum ef fáir njóta gæðanna. Örfáar íslenskar fjölskyldur telja sig nú eiga þessi fiskimið. Þessar fjölskyldur verja rétt sinn af hörku með fulltingi þingflokka sem hindra breytingar í þágu almennings. Þetta er upphaf að myndun stéttar aðalsmanna á Íslandi. Kvótahafar fengu þennan rétt fyrir lítið. Stórútgerðin fær að nota eign almennings, fiskveiðikvótann, og getur meira að segja selt hann frá sér á markaðsverði sem er margfalt það sem hún fær kvótann á. Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki fái botnfiskkvóta, þótt fyrirtækið veiði eingöngu uppsjávarfisk. Sá kvóti er seldur til annarra fyrir um 0,8 milljarða. Tekjur þessa hóps nýríkra aðalsmanna eru miklar. Kvótinn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafakvótinn gerir það að verkum að hagnaður stóru útgerðarfélaganna er svo mikill að þessi fyrirtæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnurekstri og eru líkleg til að eignast nærri allt sem bitastætt er í landinu. Með núverandi kerfi stefnum við að stéttskiptu þjóðfélagi. Það er ekki heillandi framtíðarsýn. Flokkur fólksins vill réttlæti og jöfn tækifæri til þeirra sem byggja og búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill að fullt verð verði greitt fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Settu X við F á kjördag! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun