Afglæpavæðing er kjaftæði Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. september 2021 12:00 Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp. Hér á Vísi birtist um helgina grein sem bar heitið „Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði.“ Greinina skrifaði ung kona sem ég efast ekki um að vill vel. Ég get meira að segja tekið undir sumt af því sem hún skrifar, svo sem það að viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst á undanförnum árum og að skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt. En það leysir okkur ekki undan þeim vanda að takast á við fíknina og afleiðingar hennar. Það er ekkert nýtt að það sé rætt um að lögleiða fíkniefni en það er seinnitíma skilgreining að tala um „afglæpavæðingu“. Í leiðara Læknablaðsins fyrir tæpum tveimur áratugum voru menn að bregðast við slíkum hugmyndum sem snérust einkum að kannabisefnum sem áttu að vera skaðlítil þó annað hafi komið á daginn. Í leiðaranum var hvatning til lækna um að benda á skaðsemina. „Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa nýju þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks.“ Það er nefnilega svo að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er ekki tilbúið að taka þetta skref yfir í að lögleiðinga neysluskammta og afglæpavæðingu fíkniefna. Því er þessi leið röng. Ekki aðeins vegna þess að hún sendir ungu og óhörnuðu fólki röng skilaboð um þær hættur sem fylgja fíkniefnaneyslu heldur ekki síður vegna þess að útfærslan eins og hún hefur birst til þessa er nánast glæpsamlega vanhugsuð. Alvarlegt mein Neysla fíkniefna er eitt alvarlegasta mein okkar þjóðfélags, í flestum tilfellum má rekja aðra glæpi til þeirra, einfaldlega vegna þess að gerandinn veit ekki í þennan heim eða annan eða hefur misst stjórn á gerðum sínum. Neyslan getur síðan leitt persónulegar hörmungar yfir neytandann og hans nánustu. Það mun ekkert breytast þó að neysluskammtar verði leyfðir. Nánast daglega erum við minnt á afleiðingar fíkniefna þar sem neytandinn hefur stefnt sjálfum sér eða öðrum í voða. Þetta er stríð sem ekki vinnst í einni orrustu heldur þarf stöðugt að halda áfram við að reyna að halda í horfinu með mannúð og gæsku að vopni. Það er verið að byrja á röngum enda með því að ráðast í að lögleiða neyslu fíkniefna án þess að hafa tryggt heildstæða stefnu í vímuefnamálum. Þetta vita allir heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem vinna með vímuefnasjúklingum eða hafa reynslu af þeim. Þess vegna eru þeir á móti frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrr í vetur. Það væri líklega ráð fyrir þá sem hæst tala að kynna sér þær vönduðu umsagnir sem borist hafa inn í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks. Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þessari fræðslu undanfarin ár. Hlutunum snúið á haus Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra sem halda því fram að hægt sé að vinna þessa baráttu með því að hætta henni og smíða ný hugtök eða umorða þau eldri. Það er risastökk milli þess að milda refsingar fyrir neysluskammta og að sleppa þessum markaði lausum. Afglæpavæðingin felst í að lögreglan þarf að útskýra afskipti sín af fólki í vímu og neyslu, alveg sama við hvaða aðstæður þau eru. Þannig er hlutverkunum snúið á haus og sjúklingurinn stýrir ferðinni. Hverjum dettur í hug að það sé til góðs? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Fíkn Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Sumir eru tilbúnir að ráðast í samfélagstilraunir og skiptir engu þó þær tilraunir beinist að viðkvæmustu hópum samfélagsins og fólki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Ein slík tilraun ber heitið „afglæpavæðing“ þó það sé hið mesta öfugmæli því engin barátta vinnst með því að gefast upp. Hér á Vísi birtist um helgina grein sem bar heitið „Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði.“ Greinina skrifaði ung kona sem ég efast ekki um að vill vel. Ég get meira að segja tekið undir sumt af því sem hún skrifar, svo sem það að viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst á undanförnum árum og að skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt. En það leysir okkur ekki undan þeim vanda að takast á við fíknina og afleiðingar hennar. Það er ekkert nýtt að það sé rætt um að lögleiða fíkniefni en það er seinnitíma skilgreining að tala um „afglæpavæðingu“. Í leiðara Læknablaðsins fyrir tæpum tveimur áratugum voru menn að bregðast við slíkum hugmyndum sem snérust einkum að kannabisefnum sem áttu að vera skaðlítil þó annað hafi komið á daginn. Í leiðaranum var hvatning til lækna um að benda á skaðsemina. „Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa nýju þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks.“ Það er nefnilega svo að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk er ekki tilbúið að taka þetta skref yfir í að lögleiðinga neysluskammta og afglæpavæðingu fíkniefna. Því er þessi leið röng. Ekki aðeins vegna þess að hún sendir ungu og óhörnuðu fólki röng skilaboð um þær hættur sem fylgja fíkniefnaneyslu heldur ekki síður vegna þess að útfærslan eins og hún hefur birst til þessa er nánast glæpsamlega vanhugsuð. Alvarlegt mein Neysla fíkniefna er eitt alvarlegasta mein okkar þjóðfélags, í flestum tilfellum má rekja aðra glæpi til þeirra, einfaldlega vegna þess að gerandinn veit ekki í þennan heim eða annan eða hefur misst stjórn á gerðum sínum. Neyslan getur síðan leitt persónulegar hörmungar yfir neytandann og hans nánustu. Það mun ekkert breytast þó að neysluskammtar verði leyfðir. Nánast daglega erum við minnt á afleiðingar fíkniefna þar sem neytandinn hefur stefnt sjálfum sér eða öðrum í voða. Þetta er stríð sem ekki vinnst í einni orrustu heldur þarf stöðugt að halda áfram við að reyna að halda í horfinu með mannúð og gæsku að vopni. Það er verið að byrja á röngum enda með því að ráðast í að lögleiða neyslu fíkniefna án þess að hafa tryggt heildstæða stefnu í vímuefnamálum. Þetta vita allir heilbrigðisstarfsmenn og þeir sem vinna með vímuefnasjúklingum eða hafa reynslu af þeim. Þess vegna eru þeir á móti frumvarpi því sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrir Alþingi fyrr í vetur. Það væri líklega ráð fyrir þá sem hæst tala að kynna sér þær vönduðu umsagnir sem borist hafa inn í samráðsgátt stjórnvalda undanfarið. Það er mikilvægt að læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk tileinki sér þessa þekkingu um skaðsemi kannabisneyslu og komi henni áfram til sjúklinga, almennings og þó einkum til unglinga og ungs fólks. Því miður virðist hafa orðið misbrestur á þessari fræðslu undanfarin ár. Hlutunum snúið á haus Látum ekki blekkjast af fagurgala þeirra sem halda því fram að hægt sé að vinna þessa baráttu með því að hætta henni og smíða ný hugtök eða umorða þau eldri. Það er risastökk milli þess að milda refsingar fyrir neysluskammta og að sleppa þessum markaði lausum. Afglæpavæðingin felst í að lögreglan þarf að útskýra afskipti sín af fólki í vímu og neyslu, alveg sama við hvaða aðstæður þau eru. Þannig er hlutverkunum snúið á haus og sjúklingurinn stýrir ferðinni. Hverjum dettur í hug að það sé til góðs? Höfundur er þingmaður Miðflokksins og skipar annað sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun