Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2021 22:22 Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. Tvöþúsund metra flugbraut er á Egilsstöðum, nægilega löng fyrir flestar þotur sem notaðar eru í fraktflugi til og frá Íslandi. Þeir sem eru að ala upp lax í sjókvíum Austfjarða sjá möguleika á að nýta flugvöllinn en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tvær þotur Icelandair á Egilsstaðaflugvelli og sú þriðja að lenda. Þetta var 2. apríl 2018 þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna snjókomu en þann dag lentu fjórar þotur á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.Vísir „Í ár verður hátt í 20 þúsund tonnum slátrað af laxi hér á Austurlandi. Við erum að sjá vöxtinn, bara framtíðarvöxtinn eftir nokkur ár, kominn í 40-50 þúsund tonn,“ segir Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. „Þannig að vera kominn með reglulegt cargo-flug inn á Egilsstaðaflugvöll er kjörið tækifæri til þess í rauninni ennþá meira að halda eftir virðisaukanum hér í fjórðungnum.“ Laxar fiskeldi ehf. eru með bækistöð á Eskifirði.Arnar Halldórsson Í fréttum okkar nýlega fjölluðum við um áhuga Austfirðinga á að fá beint millilandaflug með ferðamenn um Egilsstaðaflugvöll - þeir vilja fleiri gáttir inn í landið. Fiskeldismenn vilja líka fleiri gáttir - til að koma laxi á erlenda markaði. „Stærsti hlutinn er að fara með skipum til Evrópu. En síðan er líka flug til Ameríku. Og möguleikarnir á Asíu og austur- og vesturströnd Ameríku - að fljúga því beint frá Egilsstöðum - það eru gríðarlega miklir möguleikar sem við getum séð þar.“ Eldiskvíar frá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson -Er þetta raunhæft? „Þetta er algerlega raunhæft.“ Jens Garðar segir þó vanta aðstöðu á flugvellinum til að afgreiða fraktflugvélar. „Kannski 800 fermetra skemmu eða vöruhús. Og þar inni þurfa að vera tæki, sem þurfa að vera til staðar; gegnumlýsingartæki og málmleitartæki. Þetta er kannski fjárfesting upp á 300-400 milljónir, sem ég held að myndi bara strax fara að tikka inn.“ Frá Egilsstaðaflugvelli.Arnar Halldórsson Jens Garðar segir málið hafa verið rætt við stjórnmálamenn, bæði heima í héraði og á landsvísu. „Ég held að þetta sé eitthvað sem ég held til dæmis að Isavia ætti að skoða - í rauninni bara til þess að auka þjónustuna og auka umferðina um Egilsstaðaflugvöll,“ segir forstjóri Laxa fiskeldis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi Hefur störf 1. febrúar. 28. janúar 2019 15:11 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Tvöþúsund metra flugbraut er á Egilsstöðum, nægilega löng fyrir flestar þotur sem notaðar eru í fraktflugi til og frá Íslandi. Þeir sem eru að ala upp lax í sjókvíum Austfjarða sjá möguleika á að nýta flugvöllinn en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tvær þotur Icelandair á Egilsstaðaflugvelli og sú þriðja að lenda. Þetta var 2. apríl 2018 þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna snjókomu en þann dag lentu fjórar þotur á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.Vísir „Í ár verður hátt í 20 þúsund tonnum slátrað af laxi hér á Austurlandi. Við erum að sjá vöxtinn, bara framtíðarvöxtinn eftir nokkur ár, kominn í 40-50 þúsund tonn,“ segir Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. „Þannig að vera kominn með reglulegt cargo-flug inn á Egilsstaðaflugvöll er kjörið tækifæri til þess í rauninni ennþá meira að halda eftir virðisaukanum hér í fjórðungnum.“ Laxar fiskeldi ehf. eru með bækistöð á Eskifirði.Arnar Halldórsson Í fréttum okkar nýlega fjölluðum við um áhuga Austfirðinga á að fá beint millilandaflug með ferðamenn um Egilsstaðaflugvöll - þeir vilja fleiri gáttir inn í landið. Fiskeldismenn vilja líka fleiri gáttir - til að koma laxi á erlenda markaði. „Stærsti hlutinn er að fara með skipum til Evrópu. En síðan er líka flug til Ameríku. Og möguleikarnir á Asíu og austur- og vesturströnd Ameríku - að fljúga því beint frá Egilsstöðum - það eru gríðarlega miklir möguleikar sem við getum séð þar.“ Eldiskvíar frá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson -Er þetta raunhæft? „Þetta er algerlega raunhæft.“ Jens Garðar segir þó vanta aðstöðu á flugvellinum til að afgreiða fraktflugvélar. „Kannski 800 fermetra skemmu eða vöruhús. Og þar inni þurfa að vera tæki, sem þurfa að vera til staðar; gegnumlýsingartæki og málmleitartæki. Þetta er kannski fjárfesting upp á 300-400 milljónir, sem ég held að myndi bara strax fara að tikka inn.“ Frá Egilsstaðaflugvelli.Arnar Halldórsson Jens Garðar segir málið hafa verið rætt við stjórnmálamenn, bæði heima í héraði og á landsvísu. „Ég held að þetta sé eitthvað sem ég held til dæmis að Isavia ætti að skoða - í rauninni bara til þess að auka þjónustuna og auka umferðina um Egilsstaðaflugvöll,“ segir forstjóri Laxa fiskeldis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi Hefur störf 1. febrúar. 28. janúar 2019 15:11 Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30