Framtíðin er búin Erna Mist skrifar 18. september 2021 14:30 Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart. Við gerumst framsækin og keppumst við að uppfylla eftirspurn nýrra tíma. Við gerumst áhættusækin; kaupum fleiri hlutabréf og förum á fleiri stefnumót. Við víkjum frá vanaganginum, uppfærum eigin sannfæringu, og endurinnréttum hugarheiminn. Þegar fyrirsjáanleikinn yfirgefur okkur frelsumst við undan handritinu og sviðsmynd venjuleikans fellur. Þegar tímarnir breytast er nauðsynlegt að gleyma heiminum eins og maður þekkir hann til að kynnast honum upp á nýtt. Ég hef ekki áhyggjur af spurningarmerkinu en ég hef áhyggjur af svarinu. Ég óttast ekki flækjustig nútímans, ég óttast lausnina sem framtíðin vill selja mér. Ég óttast ekki myrkrið, ég óttast skjábirtuna sem þykist vera náttúruleg. Ég er ekki hrædd við einsemdina, ég er hrædd við spjallforritið sem samþykkir hana. Ég er ekki hrædd við umheiminn, ég er hrædd við tölvuleikinn sem þykist vera raunveruleikinn. Tæknin gengur út á að skipuleggja tilveru okkar þar til við hættum að upplifa hana. Þess vegna trúi ég hvorki á hljóðbókina né hugleiðsluappið; ég kaupi ekki loforðið um lestur án lesturs, og eitthvað segir mér að snjallforrit sé vonlaust mótefni gegn kvíða sem annað snjallforrit framleiðir. Líkt og ljósmynd sem kemur í stað minningarinnar sem hún reynir að varðveita, getur skyndilausn við einu vandamáli verið upphafið á stærra vandamáli. Ég tilheyri kynslóð sem fæddist á netinu og ólst upp á samfélagsmiðlum; kynslóð sem þarf ekki að eignast vini svo lengi sem hún öðlast fylgjendur; kynslóð sem lærði aldrei að fara á stefnumót því henni var kennt að svæpa til hægri og vinstri. Við erum kynslóðin sem hefur það of næs til að flytja að heiman, of kósý til að fara út úr húsi. Við lifum í núinu og erum ekkert að flýta okkur. Við erum vandamál sem þarf ekki að leysa svo lengi sem við hlöðum lausninni niður. Höfundur er listmálari. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Erna Mist Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart. Við gerumst framsækin og keppumst við að uppfylla eftirspurn nýrra tíma. Við gerumst áhættusækin; kaupum fleiri hlutabréf og förum á fleiri stefnumót. Við víkjum frá vanaganginum, uppfærum eigin sannfæringu, og endurinnréttum hugarheiminn. Þegar fyrirsjáanleikinn yfirgefur okkur frelsumst við undan handritinu og sviðsmynd venjuleikans fellur. Þegar tímarnir breytast er nauðsynlegt að gleyma heiminum eins og maður þekkir hann til að kynnast honum upp á nýtt. Ég hef ekki áhyggjur af spurningarmerkinu en ég hef áhyggjur af svarinu. Ég óttast ekki flækjustig nútímans, ég óttast lausnina sem framtíðin vill selja mér. Ég óttast ekki myrkrið, ég óttast skjábirtuna sem þykist vera náttúruleg. Ég er ekki hrædd við einsemdina, ég er hrædd við spjallforritið sem samþykkir hana. Ég er ekki hrædd við umheiminn, ég er hrædd við tölvuleikinn sem þykist vera raunveruleikinn. Tæknin gengur út á að skipuleggja tilveru okkar þar til við hættum að upplifa hana. Þess vegna trúi ég hvorki á hljóðbókina né hugleiðsluappið; ég kaupi ekki loforðið um lestur án lesturs, og eitthvað segir mér að snjallforrit sé vonlaust mótefni gegn kvíða sem annað snjallforrit framleiðir. Líkt og ljósmynd sem kemur í stað minningarinnar sem hún reynir að varðveita, getur skyndilausn við einu vandamáli verið upphafið á stærra vandamáli. Ég tilheyri kynslóð sem fæddist á netinu og ólst upp á samfélagsmiðlum; kynslóð sem þarf ekki að eignast vini svo lengi sem hún öðlast fylgjendur; kynslóð sem lærði aldrei að fara á stefnumót því henni var kennt að svæpa til hægri og vinstri. Við erum kynslóðin sem hefur það of næs til að flytja að heiman, of kósý til að fara út úr húsi. Við lifum í núinu og erum ekkert að flýta okkur. Við erum vandamál sem þarf ekki að leysa svo lengi sem við hlöðum lausninni niður. Höfundur er listmálari. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun