Samgönguáskorun Sigurður Ingi Friðleifsson og Guðmundur Haukur Sigurðsson skrifa 17. september 2021 15:30 Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar