„Ljósmóðir nýsköpunar“ Willum Þór Þórsson skrifar 17. september 2021 13:00 Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun