„Ljósmóðir nýsköpunar“ Willum Þór Þórsson skrifar 17. september 2021 13:00 Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Framsóknarflokkurinn Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stjórnvöld verða á hverjum tíma að hafa sterka framtíðarsýn. Við stöndum frammi fyrir fjölmörgum og nýjum áskorunum þar sem forsendur betri lífsgæða liggja í frumkvæði, nýsköpun, grænum leiðum, rannsóknum, þróunarstarfi og samvinnu. Á þessu ári lagði nýsköpunarráðherra fram klasastefnu, sem unnin var á grundvelli þingsályktunar um klasastefnu fyrir Ísland, þar sem undirritaður var fyrsti flutningsmaður að og allir flokkar á Alþingi stóðu að og samþykktu. Nýsköpun krefst samvinnu Samvinna ólíkra aðila á grunni aðferðafræði klasastjórnunar er öflugt tæki nýsköpunar og fellur afar vel að hugmyndafræði Framsóknarflokksins um samvinnu til að nýta auðlindir manns og náttúru og okkar sameiginlega fjármagn með skilvirkari hætti. Þannig má byggja upp öflugt atvinnulíf um allt land. Með samvinnu atvinnulífsins, frumkvöðla og vísindafólks, menntastofnana, fjárfesta getum við áorkað miklu og meiru en við gerum ein og sér. Slík stefna dregur fram og mótar vistkerfi nýsköpunar og er í senn atvinnustefna fyrir landið allt og öflug byggðastefna. Tæki til að auka verðmætasköpun og hagsæld. Atvinnulífið hefur á undanförnum árum áttað sig á þessu öfluga tæki. Þegar hafa verið stofnaðir klasar á fjölmörgum sviðum tengt hefðbundnari atvinnugreinum og nýrri vaxtartækifærum. Þessir klasar þurfa stuðning, viðurkenningu sem og faglegan og fjárhagslegan stuðning m.a. með áherslu á alþjóðlegar tengingar. Aðgerðir og stuðningur eflir og hraðar þróun Með slíkri stefnumótun og samvinnu eflum við vistkerfi nýsköpunar og eflum tiltrú fjárfesta. Nú þarf að virkja stefnuna, kortleggja auðlindir og möguleikana sem eru fyrir hendi á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, heima í héraði, á landsvísu og alþjóðlega. Byggja þarf upp mælaborð og setja fram lykilárangursmælikvarða. Hlutverk stjórnvalda er að tryggja ákjósanlegt umhverfi, fjölbreytta menntun ekki síst með aukinni áherslu á tæknigreinar, hagfellt starfsumhverfi fyrirtækja ekki síst lítilla og meðalstórra, efnahagslegan stöðugleika, og halda áfram á braut innviðauppbyggingar. Stuðningur stjórnvalda við klasasamstarf er því mikilvægur og hefur sýnt sig vera, hjá öðrum þjóðum, t.a.m. hjá frændþjóðum okkar (Noregur, Danmörk) gríðarlega öflugt tæki til að efla og hraða nýsköpun og alþjóðasókn. Klasasamstarf er nýja samvinnuleiðin Með innleiðingu klasastefnu felst yfirlýsing um afstöðu stjórnvalda til að skapa jarðveg og bakland á öllum sviðum atvinnulífsins. Klasasamstarf getur gegnt lykilhlutverki í að bæta framleiðni, skapa aukin verðmæti og efla samkeppnishæfni Íslands og styðja við uppbyggingu „fjórðu stoðarinnar“ í atvinnusköpun og gjaldeyrisöflun. Klasasamstarf, líkt og Jónas frá Hriflu lýsir í bók Jóns Helgasonar „Afstaða mín á þessari nýsköpunaröld var hin sama og ljósmóður, sem tekur á móti barni, sem boðar komu sína í heiminn og þarf hjúkrunar og umhyggju vandalausrar manneskju á fyrstu stundum hinnar nýju tilveru.“ Okkar hlutverk er að styðja nýja sprota að vaxa og dafna. Þannig leggjum við grunninn að fjölbreyttum stoðum atvinnulífsins um allt land, að sjálfbærum grænum hagvexti. Sækjum fram og færum Ísland í áttina að sjálfbæru, grænna, loftslagsvænna hringrásarhagkerfi þar sem enginn verður skilinn eftir. Höfundur er þingmaður Framsóknar og er í framboði fyrir sama flokk í Suðvesturkjördæmi
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun