Arnar Guðjónsson: Það verður að reyna að vinna Njarðvík núna þegar Haukur er ekki með Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2021 22:13 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með sína menn í leikslok. Vísir/Bára Dröfn Stjarnan lagði Tindastól að velli í undanúrslitum VÍS bikarsins fyrr í kvöld í Garðabænum í hörkuleik sem sveiflaðist til of grá köflum. Leikar enduðu 86-81 og var Arnar Guðjónsson ánægður með að hans menn hafi hætt að senda boltann í hendurnar á Tindastól í seinni hálfleik. „Við hættum að senda boltann í hendurnar á Tindastól. Það hjálpaði okkur helling að hætta því. Þeir komu bara út í leikinn ógeðslega fastir varnarlega og sjokkeruðu okku. Við vorum bara ekki klárir það.“ Arnar var þá spurður að því hvort að það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af fyrir næsta leik. „Það er allavega mjög gott að spila á móti svona líkamlega sterku varnarliði.“ Arnar spurði þá hver hefði unnið hinn leikinn í undanúrslitum og var á því að nú væri góður tímapunktur að spila við Njarðvíkinga þegar Hauk Helga Pálsson vantar. „Það verður að reyna að vinna þá núna þegar Haukur er ekki með. Það verður nógu erfitt þegar hann mætir á svæðið. Þegar Haukur verður klár verða þeir besta liðið á landinu, þeir verða með besta leikmanninn á landinu þó ég sé ekki búinn að sjá alla erlendu leikmennina þeirra. Þannig að við verðum að reyna að vinna þá núna það er alveg á hreinu.“ Stjörnumenn eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa því titil að verja og Arnar var spurður að því hvort það skipti einhverju máli upp á laugardaginn. „Nei, ég held að það séu fjórir eða fimm sem unnu seinast þannig að það skiptir engu máli.“ Að lokum var Arnar spurður að því hvað hans menn hefðu grætt á leiknum í kvöld svona með það fyrir augum að um leið er þetta undirbúningstímabilið sem er í gangi. „Það sem við fengum var áskorunin að spila á móti svona líkamlega sterkum leikmönnum og góðu varnarliði. Þetta er langbesta varnarliðið. Við erum búnir að spila við KR og Grindavík og þeir voru ekki á þessum stað eins og Stólarnir þegar við spiluðum við þá. Stólarnir komu upp um ansi marga veikleika í sóknarleiknum hjá okkur sem við þó náðum að laga aðeins í seinni hálfleik en þurfum að vera klárari en þetta.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 86-81 | Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik Stjörnumenn eru á leið í úrslit VÍS bikarsins í körfubolta eftir fimm stiga sigur, 86-81, gegn Tindastól á háspennuleik í Garðabænum. 16. september 2021 21:50 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
„Við hættum að senda boltann í hendurnar á Tindastól. Það hjálpaði okkur helling að hætta því. Þeir komu bara út í leikinn ógeðslega fastir varnarlega og sjokkeruðu okku. Við vorum bara ekki klárir það.“ Arnar var þá spurður að því hvort að það væri eitthvað sem hann þyrfti að hafa áhyggjur af fyrir næsta leik. „Það er allavega mjög gott að spila á móti svona líkamlega sterku varnarliði.“ Arnar spurði þá hver hefði unnið hinn leikinn í undanúrslitum og var á því að nú væri góður tímapunktur að spila við Njarðvíkinga þegar Hauk Helga Pálsson vantar. „Það verður að reyna að vinna þá núna þegar Haukur er ekki með. Það verður nógu erfitt þegar hann mætir á svæðið. Þegar Haukur verður klár verða þeir besta liðið á landinu, þeir verða með besta leikmanninn á landinu þó ég sé ekki búinn að sjá alla erlendu leikmennina þeirra. Þannig að við verðum að reyna að vinna þá núna það er alveg á hreinu.“ Stjörnumenn eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa því titil að verja og Arnar var spurður að því hvort það skipti einhverju máli upp á laugardaginn. „Nei, ég held að það séu fjórir eða fimm sem unnu seinast þannig að það skiptir engu máli.“ Að lokum var Arnar spurður að því hvað hans menn hefðu grætt á leiknum í kvöld svona með það fyrir augum að um leið er þetta undirbúningstímabilið sem er í gangi. „Það sem við fengum var áskorunin að spila á móti svona líkamlega sterkum leikmönnum og góðu varnarliði. Þetta er langbesta varnarliðið. Við erum búnir að spila við KR og Grindavík og þeir voru ekki á þessum stað eins og Stólarnir þegar við spiluðum við þá. Stólarnir komu upp um ansi marga veikleika í sóknarleiknum hjá okkur sem við þó náðum að laga aðeins í seinni hálfleik en þurfum að vera klárari en þetta.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 86-81 | Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik Stjörnumenn eru á leið í úrslit VÍS bikarsins í körfubolta eftir fimm stiga sigur, 86-81, gegn Tindastól á háspennuleik í Garðabænum. 16. september 2021 21:50 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 86-81 | Stjarnan í úrslit eftir háspennuleik Stjörnumenn eru á leið í úrslit VÍS bikarsins í körfubolta eftir fimm stiga sigur, 86-81, gegn Tindastól á háspennuleik í Garðabænum. 16. september 2021 21:50