„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 22:22 Arnar Daði Arnarsson Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. „Ég er hundsvekktur en samt er ég að ganga á bak orða minna fyrir leik því ég sagði við strákana að ef þeir myndu gera það sem ég bað um og gera sitt besta að þá yrði ég sáttur. Ég held við höfum gert það en það er ekki nóg.“ Aðspurður hvort Arnar hefði viljað sjá sína menn gera eitthvað öðruvísi svaraði Arnar þessu. „Við höldum þeim í 22 mörkum. Ég er búinn að vera leikgreina Val núna síðustu leiki, Evrópuleikina, bikarleikina, þeir eru búnir að vera óstöðvandi. Ég hef aldrei séð aðra eins vél vera að malla bara áfram og áfram. Hraðaupphlaupsmörkin sem þeir skora, markvarslan, vörnin, það hefur bara allt verið inni hjá þeim. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég get ekki talað um það eftir leik að ég hafi viljað breyta einhverju.“ Í hálfleik virtist Arnar Daði ekki sáttur með dómgæsluna og átti hann samtal við dómarapar leiksins. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur. Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Í næstu umferð sækir Grótta, FH heim og vill Arnar Daði fá sömu frammistöðu en önnur úrslit. „Við þurfum að gera nákvæmlega það sama og í þessum leik nema að reyna vinna leikinn,“ sagði Arnar Daði að lokum. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
„Ég er hundsvekktur en samt er ég að ganga á bak orða minna fyrir leik því ég sagði við strákana að ef þeir myndu gera það sem ég bað um og gera sitt besta að þá yrði ég sáttur. Ég held við höfum gert það en það er ekki nóg.“ Aðspurður hvort Arnar hefði viljað sjá sína menn gera eitthvað öðruvísi svaraði Arnar þessu. „Við höldum þeim í 22 mörkum. Ég er búinn að vera leikgreina Val núna síðustu leiki, Evrópuleikina, bikarleikina, þeir eru búnir að vera óstöðvandi. Ég hef aldrei séð aðra eins vél vera að malla bara áfram og áfram. Hraðaupphlaupsmörkin sem þeir skora, markvarslan, vörnin, það hefur bara allt verið inni hjá þeim. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég get ekki talað um það eftir leik að ég hafi viljað breyta einhverju.“ Í hálfleik virtist Arnar Daði ekki sáttur með dómgæsluna og átti hann samtal við dómarapar leiksins. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur. Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Í næstu umferð sækir Grótta, FH heim og vill Arnar Daði fá sömu frammistöðu en önnur úrslit. „Við þurfum að gera nákvæmlega það sama og í þessum leik nema að reyna vinna leikinn,“ sagði Arnar Daði að lokum.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira