Viðreisn fyrir okkur öll! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. september 2021 07:30 Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en margra gæti grunað. Ótal margt í þjónustu nærsamfélagsins byggir á ákvörðunum ríkisvaldsins. Þar skiptir öllu að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki gott traust, því það er grunnur innihaldsríks samtals og samstarfs. Er þjónusta við almenning í forgangi? Fær samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga það rými sem þarf til þess að þjónusta skili sér til íbúa? Eitt er að leggja fram pólitíska sýn fyrir land og þjóð og annað að innleiða og framfylgja. Innleiðing þeirrar sýnar sem byggt er á er oft sá hluti verkefnanna sem sveitarfélögin eiga að tryggja. Við þurfum að geta ráðist í stóru verkefnin, eins og innleiðingu nýrra áherslna aðalnámskrár eða að fylgja eftir fögrum fyrirheitum um velferð barna. Slíkar stórbreytingar á kerfum gerast ekki af sjálfu sér, það vitum við öll sem störfum innan þessara kerfa eða komum að með pólitískum hætti. Sjálf horfi ég upp á sambandsleysið á milli þeirra sem valdið hafa í mínu sveitarfélagi og stjórnvalda, þó þar sitji sami flokkur báðum megin. Að ganga í takt til árangurs Eitt þungbærasta dæmið er ringulreiðin um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélögin hvert á eftir öðru afsala sér nú rekstrinum vegna skilningsleysis ríkisvaldsins. Annað íþyngjandi mál er hindranir sem ríkisvaldið setur á fagfólk líkt og talmeinafræðinga. Biðlistar lengjast sífellt, ekki vegna skorts á talmeinafræðingum, heldur vegna afturhaldsemi stjórnvalda um hver megi sinna þjónustunni og hvar. Viðreisn kerfanna með Viðreisn Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við almenning verða kerfin að tala saman. Við þurfum að byggja brýr á milli þeirra, einfalda þau og gera þannig úr garði að þau virki í raun. Þegar einhver þarf á þessum kerfum að halda eiga þau að grípa viðkomandi hratt og örugglega, hvort sem það er barn sem þarf á talmeinafræðingi að halda eða aldraðir sem þurfa að komast að á hjúkrunarheimilum. Og þá á engu að skipta hvort þjónustan er á hendi ríkis eða sveitarfélags. Vegna þessa skiptir svo miklu máli að Viðreisn sitji í næstu ríkisstjórn, flokkur sem hefur skýra sýn á mikilvægi þess að einfalda kerfi. Viðreisn er umhugað um að þjónustan í nærsamfélaginu gangi upp. Fyrir alla. Kerfin eru til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfin. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Úrslit þingkosninga 25. september eru svo ótrúlega mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Það skiptir sköpum fyrir samfélag okkar hverjir sitja við völd, hvaða viðhorf eru ríkjandi og hver forgangsröðun verkefna er. Samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga skiptir máli Fyrir nærsamfélagið, sveitarfélögin skiptir þetta meira máli en margra gæti grunað. Ótal margt í þjónustu nærsamfélagsins byggir á ákvörðunum ríkisvaldsins. Þar skiptir öllu að á milli ríkis og sveitarfélaga ríki gott traust, því það er grunnur innihaldsríks samtals og samstarfs. Er þjónusta við almenning í forgangi? Fær samtal og samstarf ríkis og sveitarfélaga það rými sem þarf til þess að þjónusta skili sér til íbúa? Eitt er að leggja fram pólitíska sýn fyrir land og þjóð og annað að innleiða og framfylgja. Innleiðing þeirrar sýnar sem byggt er á er oft sá hluti verkefnanna sem sveitarfélögin eiga að tryggja. Við þurfum að geta ráðist í stóru verkefnin, eins og innleiðingu nýrra áherslna aðalnámskrár eða að fylgja eftir fögrum fyrirheitum um velferð barna. Slíkar stórbreytingar á kerfum gerast ekki af sjálfu sér, það vitum við öll sem störfum innan þessara kerfa eða komum að með pólitískum hætti. Sjálf horfi ég upp á sambandsleysið á milli þeirra sem valdið hafa í mínu sveitarfélagi og stjórnvalda, þó þar sitji sami flokkur báðum megin. Að ganga í takt til árangurs Eitt þungbærasta dæmið er ringulreiðin um rekstur hjúkrunarheimila. Sveitarfélögin hvert á eftir öðru afsala sér nú rekstrinum vegna skilningsleysis ríkisvaldsins. Annað íþyngjandi mál er hindranir sem ríkisvaldið setur á fagfólk líkt og talmeinafræðinga. Biðlistar lengjast sífellt, ekki vegna skorts á talmeinafræðingum, heldur vegna afturhaldsemi stjórnvalda um hver megi sinna þjónustunni og hvar. Viðreisn kerfanna með Viðreisn Til að tryggja framúrskarandi þjónustu við almenning verða kerfin að tala saman. Við þurfum að byggja brýr á milli þeirra, einfalda þau og gera þannig úr garði að þau virki í raun. Þegar einhver þarf á þessum kerfum að halda eiga þau að grípa viðkomandi hratt og örugglega, hvort sem það er barn sem þarf á talmeinafræðingi að halda eða aldraðir sem þurfa að komast að á hjúkrunarheimilum. Og þá á engu að skipta hvort þjónustan er á hendi ríkis eða sveitarfélags. Vegna þessa skiptir svo miklu máli að Viðreisn sitji í næstu ríkisstjórn, flokkur sem hefur skýra sýn á mikilvægi þess að einfalda kerfi. Viðreisn er umhugað um að þjónustan í nærsamfélaginu gangi upp. Fyrir alla. Kerfin eru til fyrir fólkið, en ekki fólkið fyrir kerfin. Gefum framtíðinni tækifæri og kjósum Viðreisn. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun