Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur: (Ó)réttlæti og fátækt Atli Þór Þorvaldsson skrifar 14. september 2021 15:31 Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fátækt fólk á ekki að þurfa að bíða eftir réttlætinu. Þú sagðir þetta og þér var mikið niðri fyrir. Síðan breyttist allt. Þú komst í stöðu til þess að leiðrétta óréttlætið. Að minnsta kosti draga út því. En það hefur ekki mikið gerst. Þú ert í stöðu til að geta leiðrétt ranglætið sem hefur blasað við þér. Þú hefur skynjað óréttlætið sem fylgir því að geta ekki unnið fyrir sér. Þú skilur að með því að skammta öryrkjum kjör sem duga ekki til framfærslu ertu að dæma einstaklinga til fátæktar. Einstaklinga sem þurfa að velja á milli hvort sleppa eigi lyfjakaupum eða matarkaupum. Einstaklinga sem hafa ekki efni á sjúkraþjálfun eða sálfræðiþjónustu sem hugsanlega gæti aukið vinnufærnina. Öryrkinn sem hefur hvorki til hnífs né skeiðar, þiggur tímabundna vinnu til þess að geta nærst og keypt lífsnauðsynleg lyf. Verkefnið er tímabundið og heilsufari hans hrakar við álagið sem fylgir starfinu. En hann klárar verkefnið og fær greiddar nokkur hundruð þúsund krónur fyrir. Þá verður til nýtt vandamál. Tekjurnar skerða jú framfærslu öryrkjans. Vegna bágrar fjárhagsstöðu var öryrkinn nokkuð skuldugur og notaði hluta teknanna til greiðslu hluta skuldanna. En nú hafa tekjurnar skert örorkugreiðslur, reyndar þannig að eftir skatta og skerðingar hjá viðkomandi, standa eftir um 21% af laununum fyrir þessa tímabundnu vinnu. Þetta jafngildir yfir 80% skatti. Heilsan hefur versnað. Skuldirnar hafa aukist. Áhyggjur og kvíði hafa aukist. Atvinnuleysisbætur eru skammtímaúrræði en eru þó hærri en örorkugreiðslur. Fæstir þurfa að una lágmarkslaunum til lengri tíma. Sama sagan þar, örorkugreiðslur eru lægri og munurinn eykst alltaf. Öryrkjum átti að vera tryggt með lögum frá því fyrir aldamót að greiðslur til þeirra myndu örugglega hækka sem næmi launaskriði og verðbólgu. Talað var um lása sem tryggðu þetta, en lásar sem ekki eru læstir gera takmarkað gagn. Á Íslandi má segja að hafi verið sett heimsmet í skerðingum greiðslna til öryrkja. Allir sem kynna sér málin sjá óréttlætið. Málefnahópur um kjaramál öryrkja hélt málþing á árinu undir heitinu Heimsmet í skerðingum. Fulltrúar allra þingflokka sátu málþingið. Öllum virtist brugðið við að heyra raunverulegar reynslusögur öryrkja sem þar komu fram. Öll framboð ætla að gera eitthvað fyrir öryrkja á næsta kjörtímabili. Þar á meðal allir stjórnarflokkarnir sem þar með viðurkenna að aðgerða er þörf. Ekki hefur þó borið á vilja til málefnalegrar umræðu um kjör öryrkja síðustu fjögur ár. Stjórnarandstöðuflokkar hafa á kjörtímabilinu lagt fram fjölmörg þingmál til að bæta kjör öryrkja en ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi. Og enn er beðið eftir réttlætinu… Höfundur er formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um kjaramál.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun