Er Viðreisn bændaflokkur? Sigurjón Vídalín Guðmundsson skrifar 14. september 2021 12:31 Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sigurjón Vídalín Guðmundsson Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Sjá meira
Því hefur lengi verið haldið fram af íhaldsflokkunum að Viðreisn sé á móti bændum og landbúnaði á Íslandi. Slíkt gæti ekki verið fjarri sannleikanum. Þvert á móti vill Viðreisn sjá veg bænda sem mestan og sveitir landsins lifna við og blómstra á ný. Hvað veldur slæmri stöðu bænda? Afkoma bænda í dag er bein afleiðing landbúnaðarstefnu sem rekin hefur verið af íhaldsflokkunum undanfarna áratugi. Afleiðingin er sú að margar jarðir hafa lagst í eyði, jafnvel er hægt að ganga svo langt að segja að heilu sveitirnar séu komnar í eyði, í flestum tilfellum vegna þess að afurðaverð og styrkjakerfi landbúnaðarins hefur ekki dugað til að bændur geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Margir þeirra sem skrimta áfram á jörðum sínum geta gert það með því að vinna úti með búrekstrinum. Bændur geta sem sagt margir hverjir ekki lifað af búskapnum einum saman eins og æskilegast væri og því er kerfinu sem þeim er ætlað að vinna undir að stærstum hluta að kenna. Kerfið sem á að vinna með bændum vinnur á móti þeim í mörgum tilfellum ásamt því að afurðaverð til bænda er lágt. Þar kemur til hitt vandamálið sem bændur eru að glíma við en afurðastöðvakerfið og ýmsir milliliðir taka til sín stærstan hluta verðmætanna sem bændur framleiða. Hvernig er hægt að bæta afkomu bænda? Viðreisn talar fyrir því að frelsa bændur, breyta kerfinu á þann hátt að það vinni fyrir bændur og með bændum. Í dag er við lýði framleiðsluhvatakerfi sem byggir á því að framleiða einhverja fyrirfram ákveðna afurð, lambakjöt eða mjólk sem dæmi. Vandamálið er að slíkt kerfi tekur ekki mið af markaðnum hverju sinni og því finna bændur sig í því að vera framleiða vöru sem ekki er raunveruleg eftirspurn eftir og verðið því lágt. Með því að breyta kerfinu á þann hátt að bændur fái styrki til að breyta um búhætti og færa sig yfir í landbúnaðarframleiðslu og breytta landnýtingu sem gefur þeim meiri möguleika á framfleyta sér og fjölskyldum sínum fæli í sér margvísan ávinning fyrir bændur og samfélagið í heild. Dæmi um breytta búhætti sem bændur gætu horft til væru aukin kornrækt, ræktun ýmissa nytjaplantna, skógrækt, nýsköpun á sviði mjólkurframleiðslu og kjötafurða, lífrænn landbúnaður og ferðaþjónusta. Bændur vita best hvaða möguleika þeir hafa til að ná sem mestu út úr sinni jörð og sínu búi. Stuðningurinn við þá á því að miðast að því að styðja þá til þess en ekki að binda þá á bása sem hentar þeim ekki. Eru vistbændur framtíðarbændur okkar Íslendinga? Í Vísi þann 9. sept. sl. birtist grein sem fjallaði um samantekt þriggja náttúruverndarsamtaka á landbúnaðarstefnu þeirra flokka sem nú bjóða fram til alþingis. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar svaraði m.a. á eftirfarandi hátt: „...Viðreisn vill tryggja nýliðun og fjölbreytileika innan landbúnaðarins með því að opna fyrir að bændur geti notið styrkja óháð framleiðslu á kjöti eða mjólk. Við leggjum áherslu á aukið frelsi og ný og fjölbreytt atvinnutækifæri svo sem í gegnum nýsköpun í grænni matvælaframleiðslu, ræktun nýrra nytjaplantna, vernd og endurheimt vistkerfa, skógrækt og framleiðslu timburafurða og ferðaþjónustu. Við erum raunverulega að tala um styrki til búháttarstyrkja þar sem að bændur geta með umhverfismiðuðu styrkjakerfi gerst vistbændur og haft ávinning af...“ Ég tek heilshugar undir með Hönnu Katrínu og er sannfærður um að bændur geti haft af því miklar tekjur inn í framtíðina við að binda kolefni og stunda vistvænan landbúnað. Ég hef óbilandi trú á íslenskum bændum og vill veg þeirra sem mestan. Til þess þarf að breyta um stefnu og ég trúi að stefna Viðreisnar sé rétta stefnan til þess. Þess vegna segi ég hiklaust að Viðreisn er sannarlega bændaflokkur og svarið við upphafsspurningunni er því JÁ. Höfundur skipar 3. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun