Handbolti

Fram og Afturelding í undanúrslit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fram er komið í undanúrslit.
Fram er komið í undanúrslit. Vísir/Vilhelm

Fram og Afturelding fylgdu í fótspor Stjörnunnar og tryggð sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handbolta. Fram lagði ÍR 36-30 á meðan Afturelding vann nágranna sína í Fjölni með fimm mörkum, 35-30.

Fram vann á endanum öruggan sex marka sigur þrátt fyrir að vera marki undir í hálfleik í Breiðholti, staðan þá 19-18 ÍR í vil. Gestirnir stigu upp í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur þökk sé níu mörkum Vilhelm Poulsen.

Leikurinn í Grafarvogi var nokkuð svipaður. Gestirnir úr Mosfellsbæ voru einu marki yfir í hálfleik og allt í járnum. Það fór hins vegar þannig að Afturelding vann öruggan fimm marka sigur, lokatölur 35-30.

Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði Aftureldingar með sex mörk. Þar á eftir komu Þorsteinn Leó Gunnarsson, Hamza Kablouti og Gunnar Kristinn Malquist Þórsson með fimm mörk. Þá varði Andri Sigmarsson Scheving 13 skot í markinu eða 40% þeirra skota sem komu á markið. Þá skoraði Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 11 mörk í liði Fjölnis.

Undanúrslit bikarsins fara fram 30. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×