Handbolti

Stjarnan fyrsta liðið inn í undan­úr­slitin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tandri Már skoraði sjö mörk í sigri Stjörnunnar.
Tandri Már skoraði sjö mörk í sigri Stjörnunnar. vísir/bára

Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með fjögurra marka sigri á KA í kvöld, lokatölur 34-30.

Líkt og í körfuboltanum er verið að klára bikarinn frá því á síðustu leiktíð. Allir fjórir leikir 8-liða úrslitanna fara fram nú í kvöld. Undanúrslitin fara svo fram 30. september og úrslitin þann 2. október næstkomandi.

Eftir jafnar upphafsmínútur tóku heimamenn völdin og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11. Heimmenn bættu enn frekar í og náðu sjö marka forystu í síðari hálfleik. Unnu þeir leikinn á endanum nokkuð örugglega 34-30.

Tandri Már Konráðsson, Dagur Gautason og Þórður Tandri Ágústsson skoruðu allir sjö mörk í liði Stjörnunnar. Jón Heiðar Sigurðsson skoraði 10 mörk í liði KA og þá skoraði Einar Rafn Eiðsson átta mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.