Við erum orðin þreytt en munum ekki þagna Stefanía Hrund Guðmundsdóttir skrifar 9. september 2021 22:31 Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum orðin þreytt! Þegar ég segi við er ég að tala um þolendur, þau sem standa þolendum næst, alla frábæru aktivistana sem berjast gegn kynferðisofbeldi, þau sem vilja í alvöru sjá breytingu á kerfinu og bara öll þau sem finnst þetta málefni skipta máli! Í raun og veru ætti ég að tala um samfélagið allt en því miður eru alltaf skemmd epli inn á milli sem halda því fram að þolendur séu að ljúga, við séum að skemma mannorð gerenda með því að tala um þetta og svo framvegis. Þessi hópur fólks hefur hátt og fær næga athygli. Þrátt fyrir að vera orðin mjög þreytt og illa buguð eftir umræðurnar seinustu mánuði þá hættum við ekki að berjast. Það sem að særir mig persónulega sem þolanda eru allar hraðahindranirnar sem eru í kerfinu okkar. Ég vissi að það væri ónýtt en ekki hversu ónýtt. Lögmenn og saksóknarar birta og deila áróðri með það markmið að þagga í þolendum. Heil stjórn knattspyrnufélags þykist ekkert vita um hvað þar hefur verið í gangi þrátt fyrir að umræðan sé búin að vera uppi um nokkurn tíma. Ótrúlegasta fólk út í bæ tekur afstöðu með gerendum. Gerendur taka ekki ábyrgð á gjörðum sínum, í staðinn koma afsökunarbeiðnir fyrir einhverju sem þeir segjast samt ekki hafa gert, afsökunarbeiðnir sem eru jafn innihaldslausar og það sem kom frá KSÍ. Landsliðsþjálfarinn talar þolendur niður og kennir þeim um skaðlega umræðu. Fjölmiðlar setja margir upp villandi fyrirsagnir gerðar til þess að grafa undan frásögnum þolanda, þrátt fyrir að þeirra reglur kveði skýrt á um að þeir eigi ekki að valda sársauka. Fyrirsagnir eins og hafa sést sumsstaðar undanfarna daga gera ekkert annað en að særa fólk og reyna að niðurlægja þá þolendur sem stigið hafa fram í ákveðnum málum. Þrátt fyrir allt þetta mótlæti er hópur fólks sem heldur áfram að berjast. Hópur sem ég er svo stolt af að sé til og sem ég mun styðja og hjálpa til á allan þann hátt sem mögulegt er. Kerfið brást mér, kerfið hefur brugðist mörg hundruð manneskjum til viðbótar. Þögnin frá stjórnmálafólki sem nú eru í kosningaham er ærandi. Þjálfarinn segir að KSÍ þurfi tíma til að vinna úr þessu, eins og málin hafi komið upp bara í gær. Hvað með þolendur? Hvers eiga þær að gjalda? Af hverju skipta þolendur svona litlu máli í myndinni? Ég hef og mun alltaf styðja þolendur, hvað sem það kostar og þó ég þurfi að berjast sömu fokking baráttuna endalaust. Við eigum samt ekki að þurfa að endurtaka okkur í sífellu - samfélagið þarf að fara að vakna og taka á málunum fyrir alvöru! Höfundur er þolandi og með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar