„Eitt mest spennandi lið Evrópu, ef ekki það mest spennandi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2021 10:01 Viktor Gísli Hallgrímsson fer til Frakklands næsta sumar. vísir/vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson segist vera á leið til eins mest spennandi félags í Evrópu, ef ekki þess mest spennandi. Í gær var greint frá því að Viktor væri búinn að semja við Nantes í Frakklandi og gengi í raðir liðsins næsta sumar frá GOG í Danmörku. Félagaskiptin voru þó löngu frágengin. „Viðræður hófust fyrir um ári síðan og svo var þetta frágengið eftir HM í janúar. Þá var þetta klárt,“ sagði Viktor við Vísi í gær. Hann sagðist ekki vera með á hreinu af hverju það dróst svona lengi að tilkynna félagaskiptin. „Ég veit ekki en þetta var kannski vegna þess að þeir vildu tilkynna tvo markverði á sama tíma. Það er eina ástæðan sem mér dettur í hug,“ sagði Viktor. Nantes verður með nýtt markvarðapar frá og með næsta tímabili en þeir Viktor og Króatinn Ivan Pesic koma í stað Emils Nielsen og Mickaëls Robin. Nielsen fer væntanlega til Barcelona en Robin leggur skóna á hilluna. Nantes er með gríðarsterkt lið. Á síðasta tímabili lenti það í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Fyrir þremur árum komst Nantes alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar. Hefði getað farið í stærra lið en vildi vera númer eitt „Ég held að þetta sé eitt mest spennandi lið Evrópu, ef ekki það mest spennandi. Þetta er lið á uppleið, því er mjög vel stjórnað og allt mjög fagmannlegt þarna. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ sagði Viktor sem hafði aðra kosti í stöðunni en fannst Nantes mest spennandi. Þar vóg þyngst að hann verður aðalmarkvörður liðsins. „Þetta var mest heillandi. Maður hefði getað farið í stærra félag en þá hefði maður klárlega verið númer tvö. Það er spennandi að vera fyrsti markvörður í liði sem spilar í Meistaradeildinni. Fyrir mér var það mikilvægast, að fá leiki í Meistaradeildinni,“ sagði Viktor. Viktor hefur leikið með íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum, EM 2020 og HM 2021.epa/Anne-Christine Poujoulat Pesic er ellefu árum eldri en Viktor og mjög reyndur. Viktor telur að þeir geti unnið vel saman. „Við erum ólíkar týpur. Hann tekur bolta sem ég tek ekki og öfugt. Þetta á eftir að virka vel. Ég er bara spenntur fyrir þessu og hef heyrt að Pesic sé skemmtilegur gæi og gaman að vinna með honum,“ sagði Viktor. Lið GOG er öflugt og þar á bæ stefna menn hátt. „Við unnum mikilvægan sigur á Celje í Evrópudeildinni og ætlum að reyna að komast eins langt þar og við getum. Svo reynum við að komast langt í dönsku deildinni,“ sagði Viktor. Markmiðið að vinna Álaborg GOG varð deildarmeistari á síðasta tímabili en komst ekki í úrslit um danska meistaratitilinn sem Álaborg vann. „Okkar síðasta skref er að reyna að vinna Álaborg. Það hefur reynst okkur erfitt þar sem þeir hafa alltaf verið með meiri breidd að mér skilst; fleiri mjög góða leikmenn. En núna erum við komnir með reyndari og breiðari hóp. Ef við höldum rétt á spilunum eigum við alveg möguleika,“ sagði Viktor. Viktor sló í gegn með Fram tímabilið 2016-17.vísir/bára Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir GOG að fella Álaborg af stalli sínum enda hefur síðarnefnda liðið styrkst svakalega í sumar, meðal annars með tilkomu Arons Pálmarssonar. „Þeir eru með sturlaða breidd og það verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að koma öllum þessum stóru nöfnum inn í sitt leikplan. Þeir töpuðu fyrsta leiknum sínum og það er kannski merki um að þeir séu ekki alveg búnir að stilla sig saman. En þeir byrjuðu frekar rólega í fyrra en í lok síðasta tímabils voru þeir öflugir og verða það örugglega aftur í ár,“ sagði Viktor. Erfitt skref en ekki það erfiðasta Hann er á sínu þriðja tímabili hjá GOG og segist hafa tekið rétt skref með því að fara til Danmerkur. „Jú, eftir á að hyggja. Þetta var eiginlega fullkomið því þegar ég kom hingað voru tveir Íslendingar fyrir, Óðinn [Þór Ríkharðsson] og Arnar Freyr [Arnarsson]. Þetta er erfitt skref en ekki það erfiðasta. Það er mjög gott fyrir unga Íslendinga að reyna að komast til Danmerkur og koma sér lengra þaðan. Það var alltaf markmiðið að fara eitthvað annað eftir þrjú ár og það er að gerast,“ sagði Viktor að lokum. Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að Viktor væri búinn að semja við Nantes í Frakklandi og gengi í raðir liðsins næsta sumar frá GOG í Danmörku. Félagaskiptin voru þó löngu frágengin. „Viðræður hófust fyrir um ári síðan og svo var þetta frágengið eftir HM í janúar. Þá var þetta klárt,“ sagði Viktor við Vísi í gær. Hann sagðist ekki vera með á hreinu af hverju það dróst svona lengi að tilkynna félagaskiptin. „Ég veit ekki en þetta var kannski vegna þess að þeir vildu tilkynna tvo markverði á sama tíma. Það er eina ástæðan sem mér dettur í hug,“ sagði Viktor. Nantes verður með nýtt markvarðapar frá og með næsta tímabili en þeir Viktor og Króatinn Ivan Pesic koma í stað Emils Nielsen og Mickaëls Robin. Nielsen fer væntanlega til Barcelona en Robin leggur skóna á hilluna. Nantes er með gríðarsterkt lið. Á síðasta tímabili lenti það í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Fyrir þremur árum komst Nantes alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar. Hefði getað farið í stærra lið en vildi vera númer eitt „Ég held að þetta sé eitt mest spennandi lið Evrópu, ef ekki það mest spennandi. Þetta er lið á uppleið, því er mjög vel stjórnað og allt mjög fagmannlegt þarna. Ég held að þetta sé mjög gott skref,“ sagði Viktor sem hafði aðra kosti í stöðunni en fannst Nantes mest spennandi. Þar vóg þyngst að hann verður aðalmarkvörður liðsins. „Þetta var mest heillandi. Maður hefði getað farið í stærra félag en þá hefði maður klárlega verið númer tvö. Það er spennandi að vera fyrsti markvörður í liði sem spilar í Meistaradeildinni. Fyrir mér var það mikilvægast, að fá leiki í Meistaradeildinni,“ sagði Viktor. Viktor hefur leikið með íslenska landsliðinu á tveimur stórmótum, EM 2020 og HM 2021.epa/Anne-Christine Poujoulat Pesic er ellefu árum eldri en Viktor og mjög reyndur. Viktor telur að þeir geti unnið vel saman. „Við erum ólíkar týpur. Hann tekur bolta sem ég tek ekki og öfugt. Þetta á eftir að virka vel. Ég er bara spenntur fyrir þessu og hef heyrt að Pesic sé skemmtilegur gæi og gaman að vinna með honum,“ sagði Viktor. Lið GOG er öflugt og þar á bæ stefna menn hátt. „Við unnum mikilvægan sigur á Celje í Evrópudeildinni og ætlum að reyna að komast eins langt þar og við getum. Svo reynum við að komast langt í dönsku deildinni,“ sagði Viktor. Markmiðið að vinna Álaborg GOG varð deildarmeistari á síðasta tímabili en komst ekki í úrslit um danska meistaratitilinn sem Álaborg vann. „Okkar síðasta skref er að reyna að vinna Álaborg. Það hefur reynst okkur erfitt þar sem þeir hafa alltaf verið með meiri breidd að mér skilst; fleiri mjög góða leikmenn. En núna erum við komnir með reyndari og breiðari hóp. Ef við höldum rétt á spilunum eigum við alveg möguleika,“ sagði Viktor. Viktor sló í gegn með Fram tímabilið 2016-17.vísir/bára Það gæti þó reynst þrautinni þyngri fyrir GOG að fella Álaborg af stalli sínum enda hefur síðarnefnda liðið styrkst svakalega í sumar, meðal annars með tilkomu Arons Pálmarssonar. „Þeir eru með sturlaða breidd og það verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur að koma öllum þessum stóru nöfnum inn í sitt leikplan. Þeir töpuðu fyrsta leiknum sínum og það er kannski merki um að þeir séu ekki alveg búnir að stilla sig saman. En þeir byrjuðu frekar rólega í fyrra en í lok síðasta tímabils voru þeir öflugir og verða það örugglega aftur í ár,“ sagði Viktor. Erfitt skref en ekki það erfiðasta Hann er á sínu þriðja tímabili hjá GOG og segist hafa tekið rétt skref með því að fara til Danmerkur. „Jú, eftir á að hyggja. Þetta var eiginlega fullkomið því þegar ég kom hingað voru tveir Íslendingar fyrir, Óðinn [Þór Ríkharðsson] og Arnar Freyr [Arnarsson]. Þetta er erfitt skref en ekki það erfiðasta. Það er mjög gott fyrir unga Íslendinga að reyna að komast til Danmerkur og koma sér lengra þaðan. Það var alltaf markmiðið að fara eitthvað annað eftir þrjú ár og það er að gerast,“ sagði Viktor að lokum.
Danski handboltinn Franski handboltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira