Handbolti

Lík­legast að ein­vígið fari fram í Kósovó

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir með verðlaunagripinn sem KA/Þór vann til í fyrsta sinn í sögunni.
Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir með verðlaunagripinn sem KA/Þór vann til í fyrsta sinn í sögunni. vísir/hulda

Íslandsmeistarar KA/Þórs mæta KHF Istogu, landsmeisturum Kósovó, í fyrstu umferð Evrópukeppni kvenna í handbolta. Liðin mætast tvívegis um miðjan septembermánuð og stefnir allt í að báðir leikirnir fari fram í Kósovó.

Þetta kemur fram á staðarmiðlinum Akureyri.net. Þar segir að forráðamenn félaganna hafi átt í viðræðum varðandi möguleikann á að spila báða leikina á sama stað frekar en heima og að heiman.

„Að sögn Erlings Kristjánssonar, formanns kvennaráðs, kemur það betur út fjárhagslega fyrir KA/Þór að báðir leikirnir fari fram ytra auk þess sem það sé auðveldara í framkvæmd í ljósi ýmissa sóttvarnarreglna vegna Covid-19,“ segir einnig á Akureyri.net.

KA/Þór hóf tímabilið með slæmu tapi í Meistarakeppni HSÍ þar sem liðið lá í valnum gegn Fram, lokatölur 28-21. Liðið hefur titilvörnina gegn ÍBV á heimavelli þann 18. september næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×