Í tilkynningu segi rað Giovanna Steinvör sé með B.A. gráðu í hag- og tölvufræði frá Københavns Erhvervsakademi og sé að klára M.Sc. gráðu í hagnýtum gagnavísindum í Háskólanum í Reykjavík.
„Áður starfaði Giovanna sem sérfræðingur í greiningum á sölusviði Icelandair þar sem hún vann í mörgum þverfaglegum teymum í greiningum, stefnumótun og miðlun gagna. Hjá Expectus mun Giovanna leggja megin áherslu innleiðingu viðskiptagreindar með exMon, TimeXtender, PowerBI og fleiri lausnum.
Hafdís Mist er með B.Sc gráðu í Iðnaðarverkfræði frá HÍ og M.Sc gráðu í Iðnaðarverkfræði og Stjórnun frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn (DTU) með áherslu á gagnagreiningu og bestun. Þar Áður starfaði Hafdís hjá VÍS í fjármáladeild sem sérfræðingur í innheimtu. Hjá Expectus mun Hafdís leggja megin áherslu innleiðingu viðskiptagreindar með Kepion, TimeXtender, exMon, Tableau og fleiri lausnum.
Ottó Rafn starfaði áður hjá Skeljungi þar sem hann sá um rekstur á tölvuumhverfi þeirra. Hjá Skeljungi vann hann að mjög fjölbreyttum verkefnum á borð við flutning umhverfis þeirra í hýsingu, útskiptingu fjárhagskerfis og skráningu félagsins á markað. Hjá Expectus mun Ottó leggja megin áherslu á innleiðingu viðskiptagreindarumhverfis hjá fyrirtækjum með áherslu á Azure lausnir og nýta sérþekkingu sýna í kerfismálum,“ segir í tilkynningunni.