Viðskipti innlent

FÍ og Heimsferðir leggja fram nýjar tillögur til að greiða fyrir samruna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Enn er unnið að lausn til að greiða fyrir samruna.
Enn er unnið að lausn til að greiða fyrir samruna. Vísir/Getty

Ferðaskrifstofa Íslands hefur afturkallað samrunatilkynningu sína er varðar fyrirhuguð kaup á Heimsferðum. Samkeppniseftirlitið hefur haft mögulegan samruna til rannsóknar en lætur nú málinu lokið.

Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins kemur fram að forsvarsmenn FÍ og Heimsferða hyggist hins vegar tilkynna aftur um samruna en á breyttum forsendum og leggja til skilyrði til að eyða mögulegum samkeppnishindrunum vegna samrunans.

Um sé að ræða tillögur sem voru ekki settar fram við fyrri meðferð málsins og því hafi eftirlitinu ekki gefist tækifæri til að taka afstöðu til þeirra.

Samkeppniseftirlitið gaf út frummat vegna samrunans 10. júní síðastliðinn. Þar var FÍ og Heimsferðum gerð grein fyrir því að eftirlitið teldi samrunan skaðlegan samkeppni samkvæmt samkeppnislögum.

FÍ og Heimsferðir mótmæltu frummatinu en lögðu fram tillögur að skilyrðum, sem Samkeppniseftirlitið mat ófullnægjandi.

Þegar ný samrunatilkynning hefur borist verður meðferð þess máls hraðað eins og kostur er, segir í tilkynningu Samkeppniseftirlitsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×