Aríel tekur við formennsku í Sjómannadagsráði Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2021 11:08 Hálfdan Henrýsson afhenti Aríel Péturssyni lyklavöldin að skrifstofu Sjómannadagsráðs sem er til húsa hjá Hrafnistu í Laugarásnum í Reykjavík. Sjómannadagsráð Aríel Pétursson, varaformaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins frá síðasta aðalfundi sem fram fór í vor, tók í dag við formennsku í ráðinu af Hálfdani Henrýssyni. Hálfdán hefur starfað með Sjómannadagsráði óslitið í 34 ár. Í tilkynningu kemur fram að Hálfdan hafi verið kosinn í ráðið 1987 þar sem hann hafi tekið að sér ritnefndarstörf fyrir Sjómannadagsblaðið og gegnt því embætti í um aldarfjórðung. „Hálfdan var síðan kjörinn í stjórn Sjómannadagsráðs 1993 og hefur síðan þá gegnt starfi ritara og gjaldkera Sjómannadagsráðs auk varaformennsku sem hann gegndi um árabil, eða allt þar til hann tók við sem formaður í maí 2017. Aríel er 34 ára, fæddur í Reykjavík 22. nóvember 1987. Aríel er menntaður í skipstjórnarfræðum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og frá Sjóliðsforingjaskóla danska sjóhersins í Kaupmannahöfn þaðan sem hann útskrifaðist 2020. Aríel er kvæntur Hrefnu Marín Sigurðardóttur, dösnkukennara og eiga þau þrjú börn; Jökul Orra (7 ára), Esju Marín (5 ára) og Eld Hrafn (2 ára). Aríel og Hrefna eru búsett í Garðabæ. Aríel hefur hingað til starfað sem yfirstýrimaður á freigátum danska sjóhersins, en starfaði áður á togurum íslenskra útgerða, m.a. sem stýrimaður, auk skipa Landhelgisgæslunnar þar sem hann var einnig stýrimaður,“ segir í tilkynningunni. Sjómannadagsráð er meðal annars eigandi Hrafnistuheimilanna sem starfrækir í dag átta hjúkrunarheimili í fimm sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins, og íbúðaleigufélagsins Naustavarar, sem á og rekur ríflega 260 leiguíbúðir fyrir sextíu ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu. „Hrafnista er ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins og rekur um fjórðung allra hjúkrunarrýma á landinu. Íbúar heimilanna eru alls um 800 og dagdvalargestir á fjórða hundrað. Um 1.400 manns vinna á Hrafnistu sem skipar henni á bekk með fjölmennari vinnustöðum landsins þar sem þjónusta er veitt allan sólarhringinn alla daga ársins,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Sjávarútvegur Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Hálfdan hafi verið kosinn í ráðið 1987 þar sem hann hafi tekið að sér ritnefndarstörf fyrir Sjómannadagsblaðið og gegnt því embætti í um aldarfjórðung. „Hálfdan var síðan kjörinn í stjórn Sjómannadagsráðs 1993 og hefur síðan þá gegnt starfi ritara og gjaldkera Sjómannadagsráðs auk varaformennsku sem hann gegndi um árabil, eða allt þar til hann tók við sem formaður í maí 2017. Aríel er 34 ára, fæddur í Reykjavík 22. nóvember 1987. Aríel er menntaður í skipstjórnarfræðum frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík og frá Sjóliðsforingjaskóla danska sjóhersins í Kaupmannahöfn þaðan sem hann útskrifaðist 2020. Aríel er kvæntur Hrefnu Marín Sigurðardóttur, dösnkukennara og eiga þau þrjú börn; Jökul Orra (7 ára), Esju Marín (5 ára) og Eld Hrafn (2 ára). Aríel og Hrefna eru búsett í Garðabæ. Aríel hefur hingað til starfað sem yfirstýrimaður á freigátum danska sjóhersins, en starfaði áður á togurum íslenskra útgerða, m.a. sem stýrimaður, auk skipa Landhelgisgæslunnar þar sem hann var einnig stýrimaður,“ segir í tilkynningunni. Sjómannadagsráð er meðal annars eigandi Hrafnistuheimilanna sem starfrækir í dag átta hjúkrunarheimili í fimm sveitarfélögum á suðvesturhorni landsins, og íbúðaleigufélagsins Naustavarar, sem á og rekur ríflega 260 leiguíbúðir fyrir sextíu ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu. „Hrafnista er ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins og rekur um fjórðung allra hjúkrunarrýma á landinu. Íbúar heimilanna eru alls um 800 og dagdvalargestir á fjórða hundrað. Um 1.400 manns vinna á Hrafnistu sem skipar henni á bekk með fjölmennari vinnustöðum landsins þar sem þjónusta er veitt allan sólarhringinn alla daga ársins,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Sjávarútvegur Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira