Við eigum ekki að þurfa eina bylgju enn Gísli Rafn Ólafsson skrifar 30. ágúst 2021 07:31 Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Alþingiskosningar 2021 MeToo Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlegt að lesa allar þær færslur hundraða kvenna sem hafa tjáð sig um ofbeldi gagnvart þeim í þessari nýjustu #metoo bylgju. Við í fjölskyldunni minni þekkjum þessi mál af sársaukafullri eigin raun. Við þekkjum það hvernig kerfin okkar bregðast og baráttu þolenda fyrir breytingum. Við þolendur vil ég segja að við stöndum að sjálfsögðu með ykkur. Við trúum ykkur. En það er ekki nóg. Við verðum taka þetta þjóðfélagsmein til okkar og við þurfum að breyta samfélaginu til hins betra svo að enginn þurfi að upplifa þetta. Það krefst meira en þess að setja hjarta eða læk á færslu á samfélagsmiðlum. Það krefst alvöru breytinga. Fyrsta skrefið er að við - og þá á ég ekki síst við okkur karlana - hlustum á þau ráð og ábendingar sem forystufólkið í þessari baráttu, starfsfólk Stígamóta og þolendur, hefur bent á árum saman. Þær - því það hafa svo sannarlega verið konur sem hafa dregið vagninn - hafa sagt okkur nákvæmlega hvað þarf að gera og nú þurfum við öll virkilega að hlusta og framkvæma. Fræðsla og stuðningur Í fyrsta lagi þurfum við að auka menntun og kennslu í þessum málum í skólakerfinu. Ungt fólk er þegar að krefjast meiri umfjöllunar um þessi mál en flestir skólar geta boðið. Það krefst stuðnings við kennara, það krefst námsefnis og það krefst samtalsins. Það er ekki nóg að fræða einungis nemendur um alvarleika kynferðisbrota, heldur þurfum við einnig að stórauka stuðning við samtök eins og Stígamót svo þau geti staðið fyrir mun víðtækari fræðslu fyrir almenning. Atburðarás síðustu daga hjá Knattspyrnusambandi Íslands sýnir glöggt að fræðslu er þörf. Að sama skapi þurfum við að styðja þolendur af alvöru. Þar er ekki nóg að auka bara fjármagn til baráttusamtaka, heldur þurfum við að tryggja þolendum ofbeldis aðgang að gjaldfrjálsri sálfræðiþjónustu. Afleiðingar ofbeldisins koma oft fram áratugum seinna og því mikilvægt að þolendur geti ávallt leitað sér hjálpar. Lögregla og saksóknarar Við þurfum að fjármagna kynferðisbrotadeild lögreglunnar þannig a þar sé nægur fjöldi starfsmanna til þess að rannsaka öll mál sem rata inn á hennar borð. Við þurfum einnig að tryggja nægt fjármagn til þess að viðkomandi starfsfólki standi til boða stuðningur auk sí- og endurmenntunar á þessu sviði. Við þurfum að fjölga þeim innan saksóknaraembætta sem sjá um að reka þessi mál fyrir dómstólum. Rétt eins og hjá lögreglunni þarf þetta starfsfólk einnig að fá stuðning og sí- og endurmenntun á sviði kynferðisbrotamála. Breytingar á lögum Við þurfum að breyta hegningarlögum á þann hátt að skýr skilaboð séu send til dómskerfisins að taka harðar á kynferðisbrotum og að framburður þolenda sé tekin gildari þegar orð stendur gegn orði. Gögnin sýna enda að falskur vitnisburður þolenda í kynferðisbrotamálum þekkist varla. Við þurfum einnig að breyta hegningarlögum á þann máta að afsökun geranda um að hann hafi ekki vitað að þolandi væri undir lögaldri sé aldrei afsökun fyrir því að brjóta á barni. Meðferð fyrir dómi Við þurfum að stórefla stuðning við þolendur sem kæra og fara með mál sitt fyrir dómstóla. Fólk í réttargæslu er óvirkt í núverandi kerfi og það kerfi þarf að endurhugsa. Að sama skapi eiga þolendur að hafa betri aðgang að saksóknurum og að málinu sjálfu. Við þurfum að tryggja það að mál taki ekki mörg ár að veltast um í kerfinu eins og mál dóttur minnar sem tók 5 ár frá því að kæra var lögð fram þar til að síðasti dómsuppskurður var kveðinn upp. Fimm ár sem hún þurfti að þola bið eftir réttlætinu. Fimm ár þar sem hann gekk laus og nauðgaði fleiri ungum stelpum. Nú er komið nóg! En fyrst of fremst þurfum við að hlusta á þolendur. Þið eruð hetjur að koma fram og segja ykkar sögur. Ég veit að það er ekki sjálfsagt. Við þurfum að taka ykkar hetjudáð sem ákall fyrir breytingum og ekki bara sýna samúð á samfélagsmiðlum, heldur alvöru samúð í verki. Það á ekki að þurfa eina #metoo bylgju enn. Höfundur er frambjóðandi Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun