Körfubolti

Kári Jónsson gengur til liðs við Valsmenn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kári Jónsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Vals um að leika með liðinu á komandi tímabili.
Kári Jónsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Vals um að leika með liðinu á komandi tímabili. Vísir/Bára

Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við íslenska landsliðsmanninn Kára Jónsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Félagið greinir frá þessu á Facebook síðu sinni, en Kári er 24 ára bakvörður sem lék með Basquet Girona á Spáni í fyrra.

Kári er orðinn fastamaður í íslenska landsliðinu og skilaði að meðaltali 12 stigum í leik í leikjunum fjórum gegn Dönum og Svartfellingum í undankeppni HM 2023 á dögunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.