Stígum saman inn í framtíðina í þjónustu við börn með alvarlegan geð- og þroskavanda Regína Ásvaldsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 15:00 Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Félagsmál Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn. Þetta vakti með mér óhug og allar götur síðan verður mér hugsað til þessa fallega drengs, í umræðum um þjónustu við ungmenni sem eiga við alvarlegan geð- og þroskavanda að stríða. Þau eru sem betur fer ekki mörg, börnin og ungmennin sem eru skilgreind sem hættuleg sjálfum sér og öðrum og þurfa stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri málaflokks fatlaðs fólks árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir kostnaði við vistun þessara barna. Sveitarfélögin þrýstu á samtal við ríkisvaldið um málið og úr varð skýrsla sem kom út árið 2013 þar sem talið var að á hverjum tíma væru 8–10 börn sem ættu við svo mikinn vanda að stríða að þau þyrftu stuðning og gæslu allan sólarhringinn. Niðurstaðan varð að það yrði stofnaður sérfræðingahópur á vegum ríkisins sem myndi meta hvert tilvik fyrir sig og greiða sveitarfélögum fyrir þjónustuna í völdum tilvikum. Það tók sjö ár að koma hópnum á laggirnar og vandinn hefur bara vaxið. Fjármagnið sem veitt er til sérfræðingahópsins nemur einungis um fjórðungi af þeim kostnaði sem sveitarfélögin bera, sem er um tveir milljarðar á ári. Þrátt fyrir ákall frá velferðarsviðum sveitarfélaga um að heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin komi upp sérhæfðri þjónustu fyrir þennan hóp, sem glímir við einna alvarlegasta heilbrigðisvandamálið í íslensku samfélagi, kemur allt fyrir ekki. Vandi barnanna er gríðarlega flókinn og við höfum hvorki þekkingu né fólk til að koma upp úrræðum í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Einkaaðilar hafa því stigið inn í þetta tómarúm og á undanförnum árum hafa tvö fyrirtæki, Klettabær og Vinakot, komið á laggirnar úrræðum fyrir þessi börn og selt sveitarfélögunum pláss. Algengur kostnaður á hvert barn er um 60 til 80 milljónir á ári. Heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þennan hóp er því einkavædd þegjandi og hljóðalaust. Fyrirtækin hafa hinsvegar unnið þetta verkefni með miklum sóma. Foreldrar hafa tækifæri til fullrar þátttöku um málefni barna sinna, mörg þeirra hafa réttindagæslufólk sér við hlið og nauðung og þvingun er ekki beitt nema með tiltækum heimildum. Hins vegar má segja að ekki hafi verið byggð upp viðeigandi þekking og gagnreynd meðferð á vanda þessara barna. Þau hafa því í raun verið svipt þeirri heilbrigðisþjónustu sem þau eiga rétt á. Við sem störfum í velferðarþjónustu á landsvísu höfum margkallað eftir umræðu um þessi mál og að þessum börnum sé sýnd sú virðing að mótuð sé stefna um þjónustuna og hún fjármögnuð að fullu. Við viljum fyrst og fremst fá heilbrigðisráðuneytið að borðinu – en einnig alla þá fagaðila sem ættu að koma að málunum. Ekkert okkar vill fara tilbaka til fortíðar – tökum því höndum saman og sinnum þjónustu við viðkvæmasta hóp samfélagsins með þeim sóma sem hann á skilið. Höfundur er sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun