Viðskipti

Tekur við sem banka­stjóri Blá­bankans á Þing­eyri

Atli Ísleifsson skrifar
Birta Bjargardóttir.
Birta Bjargardóttir. Blábankinn

Stjórn Blábankans hefur ráðið Birtu Bjargardóttur sem næsta bankastjóra Blábankans á Þingeyri.

Í tilkynningu kemur fram að Birta hafi fjölbreytta reynslu af verkefnastjórnun, viðburðastjórnun og upplýsingamiðlun. Hún hafi meðal annars starfað með umhverfissamtökum, sem forstöðumaður upplýsingadeildar hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sérfræðingur hjá Warner Bros í London, markþjálfi, sérfræðingur fyrir breska utanríkisráðuneytið og stofnað og rekið eigið fyrirtæki á sviði heilsumarkþjálfunar.

Birta er með BSc gráðu í dýrafræði og mastersgráðu í vísinda- og menningarmiðlun.

„Blábankinn á Þingeyri er sjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2017 þegar Landsbankinn hætti starfsemi á Þingeyri og bauð húsnæðið til starfseminnar. Stofnaðilar voru einkaaðilar, Ísafjarðarbær og sveitarstjórnarráðuneytið. Nýlega var fjármögnun Blábankans út árið 2024 tryggð með samningum við Arctic Fish, Ísafjarðarbæ og Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

Markmið Blábankans er að skapa alþjóðlegan vettvang fyrir nýsköpun og sjálfbærni og auka lífsgæði fólks á Þingeyri,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
1,71
6
16.791
VIS
1,53
9
300.468
REITIR
1,21
5
111.540
SJOVA
1,09
8
81.238
FESTI
0,93
6
457.400

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,82
8
9.870
KVIKA
-1,48
20
452.744
ICEAIR
-1,47
14
9.616
SYN
-0,78
5
70.590
ICESEA
-0,66
4
5.955
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.