Í tilkynningu segir að tilefni fundarins sé óumdeildur umrótartími í heilbrigðismálum og útgáfa tillagna samdægurs frá SA og SVÞ sem bera titilinn Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun – Nýjar áherslur.
„Lífskjarasókn, hraðar tækniframfarir og breytt aldurssamsetning þjóðarinnar leiða af sér nýjar áskoranir í heilbrigðiskerfinu. Áskoranir næstu áratuga munu snúa að því hvernig íslenskt samfélag getur boðið upp á framúrskarandi heilbrigðisþjónustu án þess að stórauka kostnað almennings af því að njóta hennar,“ segir um fundinn á vef SA.
Fundurinn hefst fer fram á Grand hotel og hefst klukkan 16. Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.
Dagskrá:
• Heilbrigðisþjónusta á tímamótum. Ný nálgun, nýjar áherslur.Halldór Benjamín Þorbergsson – framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
• Að horfa heim á íslenskt heilbrigðiskerfi. Björn Zoëga – forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð
• Reynsla heilsugæslunnar af fjölbreyttum rekstrarformum, árangur og áskoranir. Gunnlaugur Sigurjónsson – læknir og stofnandi Heilsugæslunnar Höfða
• Samningagerð í heilbrigðisþjónustu. Kristján Guðmundsson, háls-nef- og eyrnalæknir
• Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir – stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect
• Reynsla notanda, saga úr íslensku heilbrigðiskerfi. Guðmundur Grétar Bjarnason – eftirlaunaþegi
Fundarstjóri: Dagný Jónsdóttir – formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja