Leikjavísir

Bein útsending: Gunnar Nelson borðar eldheitar sósur ef hann tapar

Tinni Sveinsson skrifar
Gunnar Nelson mætir til leiks í GameTíví í kvöld.
Gunnar Nelson mætir til leiks í GameTíví í kvöld. Vísir/Vilhelm

Félagarnir í tölvuleikjaþættinum GameTíví fá Gunnar Nelson til að spila með sér í kvöld. Liðið sem tapar þarf að taka út refsingu og borða eldheitar sósur.

Þátturinn GameTíví er í beinu streymi öll mánudagskvöld á Stöð 2 Esport, Twitch og hér á Vísi. Í kvöld eru gestaspilararnir tveir, Gunnar Nelson og Daníel Rósinkrans.

Þeir leiða tvö lið með meðlimum GameTíví þar sem tekist verður á í leiknum Apex Legends. Það lið sem tapar þarf að borða eldheitar sósur.

Herlegheitin byrja klukkan 20 og hægt er að fylgjast með í spilaranum hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.