Tekjur Íslendinga: Skattadrottning seinasta árs er stærðfræðikennari Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 16:16 Stundin birtir áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Inga Dóra Sigurðardóttir, stærðfræðikennari við Verzlunarskólann, var skattadrottning Íslands í fyrra. Inga hagnaðist, ásamt eiginmanni sínum Berki Arnviðarssyni, um tæpa tvo milljarða króna á sölu á hlutabréfum í danska fyrirtækinu ChemoMetec. Áætlaðar árstekjur hennar eru 1.995 milljónir króna en tekjur Barkar af sölunni eru jafnframt skráðar á hana. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem birtur er listi yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2020. Börkur er einn stofnandi ChemoMetec en tveir synir þeirra högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Telst fjölskyldan vera sú tekjuhæsta á Íslandi á seinasta ári. Hagnaður jókst um þúsund prósent vegna Covid-19 Rekstur ChemoMetec tók stakkaskiptum í heimsfaraldrinum en fyrirtækið selur meðal annars mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca. Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafi tæplega þrefaldast milli seinni hluta 2019 og seinni hluta 2020 en á síðasta ári jókst hagnaður félagsins um tæplega 1.000 prósent milli ára. Í sérblaðinu sem kom út í dag birtir Stundin áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar tekur Stundin einnig mið af greiddum fjármagnstekjuskatti sem hlýst af sölu eigna en ekki bara útsvarsskyldum tekjum. Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir samkvæmt hátekjulista Stundarinnar Inga Dóra Sigurðardóttir stærðfræðikennari - 1.994.849.399 kr. Ragnar Guðjónsson útgerðarmaður - 1.633.390.548 kr. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri - 1.457.466.712 kr. Árni Oddur Þórðarson fjárfestir, eigandi Eyris Invest og forstj. Marel - 680.771.664 kr. Hinrik Kristjánsson fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs - 656.904.641 kr. Hjörleifur Þór Jakobsson fjárfestir - 573.887.252 kr. Kristján Loftsson fjárfestir og forstjóri Hvals hf - 549.375.629 kr. Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingaiðnaði - 546.779.572 kr. Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingaiðnaði - 529.437.140 kr. Einar Benediktsson fyrrverandi eigandi og forstjóri Olís - 441.525.551 kr. Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áætlaðar árstekjur hennar eru 1.995 milljónir króna en tekjur Barkar af sölunni eru jafnframt skráðar á hana. Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem birtur er listi yfir tekjuhæstu Íslendingana árið 2020. Börkur er einn stofnandi ChemoMetec en tveir synir þeirra högnuðust báðir um tæpar 250 milljónir króna á sölu hlutabréfa í fyrirtækinu. Telst fjölskyldan vera sú tekjuhæsta á Íslandi á seinasta ári. Hagnaður jókst um þúsund prósent vegna Covid-19 Rekstur ChemoMetec tók stakkaskiptum í heimsfaraldrinum en fyrirtækið selur meðal annars mælitæki og greiningarlausnir sem hafa verið nýtt í baráttunni gegn Covid-19. Þannig voru framleiðsluvörur fyrirtækisins meðal annars notaðar við þróun á bóluefni AstraZeneca. Fram kemur í umfjöllun Stundarinnar að virði hlutabréfa í fyrirtækinu hafi tæplega þrefaldast milli seinni hluta 2019 og seinni hluta 2020 en á síðasta ári jókst hagnaður félagsins um tæplega 1.000 prósent milli ára. Í sérblaðinu sem kom út í dag birtir Stundin áætlaðar tekjur 3.125 einstaklinga sem tilheyra tekjuhæsta hundraðshluta Íslendinga. Ólíkt tekjublöðum DV og Frjálsrar verslunar tekur Stundin einnig mið af greiddum fjármagnstekjuskatti sem hlýst af sölu eigna en ekki bara útsvarsskyldum tekjum. Tíu tekjuhæstu Íslendingarnir samkvæmt hátekjulista Stundarinnar Inga Dóra Sigurðardóttir stærðfræðikennari - 1.994.849.399 kr. Ragnar Guðjónsson útgerðarmaður - 1.633.390.548 kr. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri - 1.457.466.712 kr. Árni Oddur Þórðarson fjárfestir, eigandi Eyris Invest og forstj. Marel - 680.771.664 kr. Hinrik Kristjánsson fyrrv. eigandi fiskvinnslunnar Kambs - 656.904.641 kr. Hjörleifur Þór Jakobsson fjárfestir - 573.887.252 kr. Kristján Loftsson fjárfestir og forstjóri Hvals hf - 549.375.629 kr. Bergþór Jónsson fjárfestir í byggingaiðnaði - 546.779.572 kr. Fritz Hendrik Berndsen fjárfestir í byggingaiðnaði - 529.437.140 kr. Einar Benediktsson fyrrverandi eigandi og forstjóri Olís - 441.525.551 kr.
Tekjur Tengdar fréttir Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24 Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00 Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Tekjur Íslendinga: Vigdís sú eina á topp tíu með körlunum Óskar Sesar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ber höfuð og herðar yfir aðra embættismenn og forstjóra ríkisfyrirtækja hvað varðar tekjur. Samkvæmt nýútkomnu Tekjublaði Frjálsrar Verslunar var Óskar Sesar með rúmlega sex milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er eina konan á topp tíu listanum. 19. ágúst 2021 13:24
Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19. ágúst 2021 07:00
Tekjur Íslendinga: Onlyfans-stjarna er tekjuhæsti áhrifavaldurinn Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar sem kom út í dag þénaði Klara Sif Magnúsdóttir rúmlega eina milljón króna á mánuði árið 2020. Helsta tekjulind Klöru Sifjar er vefsíðan Onlyfans, en hún selur áskrifendum sínum aðgang að erótísku efni í gegnum síðuna. 18. ágúst 2021 12:01
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur