Er ekki kominn tími á Afreksíþróttamiðstöð Íslands? Kjartan Ásmundsson skrifar 17. ágúst 2021 13:31 Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. Ljóst er að árangur Íslands á Ólympíuleikunum í Japan hefur ekki haldist í réttu hlutfalli við ríkisframlagið til málaflokksins sem hefur margfaldast á liðnum árum. Einir leikar segja okkur þó litla sögu en mögulega eru þó einhver teikn á lofti um endurskoðun á stöðu afreksíþrótta. Í ljósi umræðunnar í sjónvarpssal langar mig til að benda sérstaklega á svokallaða afreksíþróttamiðstöð sem er að mínu mati grunnforsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Allt frá árinu 2007 hefur m.a. ÍBR hvatt til þess að stofnuð verði slík miðstöð í anda þess sem við þekkjum t.d. í Danmörku og Noregi. Á þingi ÍSÍ fyrir 10 árum, 2011 og reyndar einnig 2013, var samþykkt að setja málið á dagskrá. Vinnuhópur var stofnaður, en starfsfólk ÍBR og ÍSÍ fékk það hlutverk að leiða vinnuna. Það samstarf gekk í alla staði mjög vel. Í byrjun var ákveðið að meginhlutverk slíkrar miðstöðvar, svona fyrst um sinn, yrði bæði að mæla afkastagetu besta íþróttafólksins okkar og að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál (þó með áherslu á að klára fyrst fyrri þáttinn). Sérsamböndin lögðu ríka áherslu á þætti eins og betra aðgengi að sérfræðingum, og sérstaklega læknum svo og almennt meiri fagþekkingu gagnvart afreksstarfi. Hannað var forrit (app) sem hélt utan um upplýsingarnar fyrir sérhvern notanda og hann einn gæti svo komið þeim upplýsingum á framfæri til þjálfara og annarra. Ekki var ákveðið á þessum tíma að ganga eins langt eins og til dæmis Danir með „Team Denmark”. Þar er búið að stofna nokkurs konar samfélag afreksfólksins, bæði yngri og efnilegri og svo einnig þeirra allra bestu. Þar tengir íþróttafólkið sig við þá ímynd sem „Team Denmark” stendur fyrir, almenningur og stuðningsaðilar flykkja sér á bak við þá hugmyndafræði. Reynsla Dana er sú að fyrirtækjamarkaðurinn hefur stutt dyggilega við verkefnið enda tengja allir Danir við TEAM DENMARK, eins og menn skynja vel nú þegar verið er að uppskera ríkulega á Ólympíuleikunum í Tokyo. Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefurlanga reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta. Undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo lauk þannig aðaðeins einn Íslendingar vann sér rétt til að taka þátt í leikunum, en aðrir þátttakendur voru þar boðsgestir. Líkur eru á að þessi litla þátttaka okkar eigi eftir að minnka enn frekar áður en hún eykst á ný, ef ekkert er að gert. Því er mikilvægt að íþróttasamfélagið taki á öllu sínu til að stórefla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk strax á þessu ári með það aðmarkmiði að bæta umtalsvert stöðu Íslands fyrir Ólympíuleikana í París. Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála. Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið. Höfundur er markaðs,- og þróunarstjóri ÍBR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólympíuleikar 2020 í Tókýó ÍSÍ Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nú er frábærum Ólympíuleikum nýlokið þar sem Japanir þreyttu algjört kraftaverk í framkvæmd íþróttaviðburðar. Allt í beinni útsendingu úr Efstaleitinu þar sem viðmælendur í sjónvarpssal skiptust einnig á skoðunum um sjálfa leikana og eins var afreksíþróttaumhverfið hér á landi tekið fyrir. Ljóst er að árangur Íslands á Ólympíuleikunum í Japan hefur ekki haldist í réttu hlutfalli við ríkisframlagið til málaflokksins sem hefur margfaldast á liðnum árum. Einir leikar segja okkur þó litla sögu en mögulega eru þó einhver teikn á lofti um endurskoðun á stöðu afreksíþrótta. Í ljósi umræðunnar í sjónvarpssal langar mig til að benda sérstaklega á svokallaða afreksíþróttamiðstöð sem er að mínu mati grunnforsenda þess að ná þeim árangri sem stefnt er að. Allt frá árinu 2007 hefur m.a. ÍBR hvatt til þess að stofnuð verði slík miðstöð í anda þess sem við þekkjum t.d. í Danmörku og Noregi. Á þingi ÍSÍ fyrir 10 árum, 2011 og reyndar einnig 2013, var samþykkt að setja málið á dagskrá. Vinnuhópur var stofnaður, en starfsfólk ÍBR og ÍSÍ fékk það hlutverk að leiða vinnuna. Það samstarf gekk í alla staði mjög vel. Í byrjun var ákveðið að meginhlutverk slíkrar miðstöðvar, svona fyrst um sinn, yrði bæði að mæla afkastagetu besta íþróttafólksins okkar og að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál (þó með áherslu á að klára fyrst fyrri þáttinn). Sérsamböndin lögðu ríka áherslu á þætti eins og betra aðgengi að sérfræðingum, og sérstaklega læknum svo og almennt meiri fagþekkingu gagnvart afreksstarfi. Hannað var forrit (app) sem hélt utan um upplýsingarnar fyrir sérhvern notanda og hann einn gæti svo komið þeim upplýsingum á framfæri til þjálfara og annarra. Ekki var ákveðið á þessum tíma að ganga eins langt eins og til dæmis Danir með „Team Denmark”. Þar er búið að stofna nokkurs konar samfélag afreksfólksins, bæði yngri og efnilegri og svo einnig þeirra allra bestu. Þar tengir íþróttafólkið sig við þá ímynd sem „Team Denmark” stendur fyrir, almenningur og stuðningsaðilar flykkja sér á bak við þá hugmyndafræði. Reynsla Dana er sú að fyrirtækjamarkaðurinn hefur stutt dyggilega við verkefnið enda tengja allir Danir við TEAM DENMARK, eins og menn skynja vel nú þegar verið er að uppskera ríkulega á Ólympíuleikunum í Tokyo. Afreksíþróttamiðstöð Íslands var hugsuð sem miðlægt apparat þar sem teknar væru saman á einn stað allar mælingar og úrvinnsla í helstu þáttum íþróttalegrar afkastagetu en ekki síður að besta íþróttafólkið fái úrlausn sinna mála, bæði sálrænna og líkamlegra. Á sínum tíma komu að undirbúningi helstu sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og næringafræðingar landsins auk lækna. Meðal annarra voru í teyminu tveir endurhæfingalæknar, en annar þeirra hefurlanga reynslu frá Noregi þar sem að hann hefur unnið að samskonar málum með „Olympiatoppen”. Þá voru reiðubúnir til verka og aðstoðar Íslendingar sem vinna erlendis að málum afreksíþróttafólks. En af þessu varð ekki. Í lok árs 2015 tók ÍSÍ við boltanum sem hefur rúllað honum að margra mati heldur rólega eða allavega hefur ekki farið mjög hátt hvað nákvæmlega er að gerast í sambandi við langþráða miðstöð afreksíþrótta. Undirbúningi fyrir Ólympíuleikana í Tokyo lauk þannig aðaðeins einn Íslendingar vann sér rétt til að taka þátt í leikunum, en aðrir þátttakendur voru þar boðsgestir. Líkur eru á að þessi litla þátttaka okkar eigi eftir að minnka enn frekar áður en hún eykst á ný, ef ekkert er að gert. Því er mikilvægt að íþróttasamfélagið taki á öllu sínu til að stórefla stuðning við íslenskt afreksíþróttafólk strax á þessu ári með það aðmarkmiði að bæta umtalsvert stöðu Íslands fyrir Ólympíuleikana í París. Það er fyllsta ástæða til að lýsa yfir áhyggjum vegna þróunar afreksíþrótta síðustu árin. Sérstök afreksíþróttamiðstöð í anda þess sem gert hefur verið í Noregi og Danmörku er leið sem hefur sannað sig, en tekur tíma á þróa. Vissulega eru til fleiri en ein leið að markmiðinu, en þó er mikilvægast að mynda breiða samstöðu um málið. Með afreksíþróttamiðstöð næst ákveðin skýr miðstýring, sem leggur ábyrgðina á árangri í minna mæli á herðar aðila eins og sérsambanda og eða íþróttafélaga um leið og verkefnið er sett í eins konar brennidepil án daglegra afskipta yfirstjórnar íþróttamála. Er ekki kominn tíminn á að láta verkin tala? Ég vil sjá aðgerðir svo það náist loksins að styðja og styrkja afreksíþróttafólkið okkar eins og það á skilið. Höfundur er markaðs,- og þróunarstjóri ÍBR.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun