Viðskipti erlent

Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Philip Morris er tíundi söluhæsti sígarettuframleiðandi heims.
Philip Morris er tíundi söluhæsti sígarettuframleiðandi heims.

Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda.

Vectura framleiðir lyf og tæki sem notuð eru við öndunarfærasjúkdómum en Philip Morris er tíundi söluhæsti sígarettuframleiðandi heims. Fyrirtækið á meðal annars vörumerkið Marlboro.

Forsvarsmenn Vectura hafa lýst yfir stuðningi við tilboð Carlyle og segja mögulegt eignarhald Philip Morris vekja óvissu um framtíð fyrirtækisins. 

Þeir eru nú í samstarfi við breska lyfjafyrirtæið Inspira um þróun á úðalyfi gegn Covid-19.

Talsmenn Philip Morris segja fyrirtækið hins vegar hafa í huga að reka Vectura áfram sem sjálfstæða einingu og sem helstu stoð úðalyfjarekstrar síns.

Þeir tilkynntu á dögunum að forsvarsmenn fyrirtækisins hygðust hætt að selja sígarettur í Bretlandi innan tíu ára og einblína heldur á aðrar valkosti, til dæmis hitað tóbak. Var gefið í skyn í yfirlýsingu frá Philip Morris að fyrirtækið myndi fagna banni gegn sölu sígaretta.

Samtök sem berjast fyrir heilsu og heilbrigði hafa lýst yfir efasemdum um yfirlýsingar fyrirtækisins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×