Handbolti

Grótta sækir liðsstyrk í serbnesku úrvalsdeildina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Igor Mrsulja mun spila með Gróttu í Olís-deildinni á komandi tímabili.
Igor Mrsulja mun spila með Gróttu í Olís-deildinni á komandi tímabili. Mynd/Grótta handbolti

Handknattleiksdeild Gróttu hefur fengið til lis við sig leikstjórnandann Igor Mrsulja fyrir komandi átök í Olís-deild karla. Mrsulja er 27 Serbi og kemur frá Kikinda Grindex í serbnesku úrvalsdeildinni.

Ásamt Kikinda Grindex hefur hann leikið lengstan hluta ferilsins með RK Partizan í heimalandi sínu, en hann hefur einnig leikið í hollensku og ungversku úrvalsdeildunum.

Hann hefur tvisvar sinnum orðið serbneskur meistari, auk þess sem hann hefur unnið bikarkeppnir bæði í heimalandi sínu, sem og í Hollandi.

Hann hefur leikið með yngri landsliðum Serbíu ásamt því að hafa mikla reynslu í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.