Viðskipti innlent

Ör­fáum án Co­vid-prófs vísað frá hjá Play í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Örfáum sem ekki gátu sýnt fram á PCR-próf eða antigen hraðpróf fyrir flug á vegum Play í dag var vísað frá.
Örfáum sem ekki gátu sýnt fram á PCR-próf eða antigen hraðpróf fyrir flug á vegum Play í dag var vísað frá. Play

Örfáum hefur verið vísað frá flugi á vegum flugfélagsins Play í dag, þar sem þeir gátu hvorki sýnt fram á PCR-próf né antigen hraðpróf við Covid við innritun.

Þetta segir Nadine Guðrún Yaghi, upplýsingafulltrúi Play air í samtali við fréttastofu. Fram kom í tilkynningu frá Play í gær að þeir sem ekki geti framvísað neikvæðu PCR eða antigen hraprófi fyrir byrðingu í flug með flugfélaginu verði ekki hleypt um borð á leið til Íslands.

Reglurnar tóku gildi í morgun. Bólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf eða neikvætt hraðpróf við byrðingu, annars verður þeim ekki hleypt um borð í flugvélar félagsins. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt PCR-próf. Þessar reglur eiga þó ekki við um börn fædd 2005 eða síðar.

„Við vísuðum örfáum frá í dag. Þetta tók gildi hjá okkur í dag og það hafa örfáir sem hafa ekki verið með Covid-próf, annað hvort voru þeir hvorki með antigen eða PCR-próf, sem gátu ekki innritað sig. Við aðstoðum þau við að finna annað flug með okkur á sama áfangastað,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu.

Hún segir að viðbrögðin hafi verið jákvæð þrátt fyrir að ákvörðunin hafi komið niður á einhverjum óheppnum ferðalöngum.

„Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessari ákvörðun af því að þetta snýst fyrst og fremst að verja farþega og áhafnir okkar. Það hafa ekki verið nein leiðindi heldur gengið heilt yfir mjög vel,“ segir Nadine.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×