Viðskipti

Kvik­mynda­fram­leiðandi ráðinn fram­kvæmda­stjóri Ís­lenska dans­flokksins

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Kvikmyndaframleiðandinn Skúli Malmquist er nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins.
Kvikmyndaframleiðandinn Skúli Malmquist er nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Aðsent

Kvikmyndaframleiðandinn Skúli Malmquist hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Skúli tekur við keflinu af Hlyni Páli Pálssyni þann 1. september næstkomandi.

Skúli er einn af stofnendum Zik Zak kvikmynda og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá árinu 1999 til 2018. Hann hefur þróað og framleitt yfir tuttugu kvikmyndir, þar á meðal kvikmyndirnar Nói Albínói, Svartur á leik, Brim, Ég man þig og Z for Zachariah.

Skúli er menntaður í alþjóðaviðskiptum og stjórnun frá London European Business School, ásamt því að hafa lokið MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík.

Hlynur Páll Pálsson, forveri Skúla, hefur verið ráðinn inn í listrænt stjórnendateymi Borgarleikhússins.

„Við hlökkum virkilega til að fá Skúla til liðs við Íslenska dansflokkinn og erum viss um að hans víðtæka reynsla við leikhús, kvikmyndir og aðrar listgreinar, innanlands, jafnt sem utan, muni nýtast mjög vel hjá flokknum,“ segir Erna Ómarsdóttir, listrænn stjórnandi flokksins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×