Viðskipti innlent

Samþykktu hlutafjáraukningu og fulltrúi Bain komin í stjórn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Boeing 757-200 vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Boeing 757-200 vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í dag hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestingasjóðsins Bain Capital í félaginu. Fulltrúi sjóðsins kemur inn í stjórn og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður, stígur til hliðar.

Fjárfestingasjóðurinn Bain Capital gerði nýverið samkomulag við Icelandair Group hf. um áskrift að 5.659 milljónum nýrra hluta í félaginu á genginu 1,43 krónur á hlut, eða 16,6 prósent hlut í félaginu. Samkomulag félaganna var háð samþykki hluthafafundar félagsins og því skilyrði að fulltrúi Bain Capital kæmi inn í stjórn félagsins.

Hluthafafundur samþykkti þessi viðskipti og kemur Matthew Evans inn sem fulltrúi Bain Capital í stjórn. Úlfar Steindórsson sem lengi hefur verið stjórnarformaður félagsins stígur til hliðar til að skapa pláss fyrir Evans.

Guðmundur Hafsteinsson verður stjórnarformaður og Nina Jonsson verður varaformaður stjórnar.

Bain Capital var stofnað árið 1984 en á meðal stofnenda þess var Mitt Romney, fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins og núverandi öldungardeildarþingmaður. Hann er sá eini sem hefur gegnt stöðu forstjóra í sögu fjárfestingarfélagsins.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×