Viðskipti innlent

„Alger tilviljun“ að stórtíðindi berist frá Icelandair á ögurstundu fyrir Play

Snorri Másson skrifar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Egill Aðalsteinsson

Forstjóri Icelandair segir það jákvætt fyrir innlenda hluthafa félagsins að stór erlendur fjárfestir sýni trú á félaginu með stórri fjárfestingu í því. Það er að hans sögn tilviljun að tilkynnt sé um þetta daginn fyrir hlutafjárútboð og jómfrúarflug nýs samkeppnisaðila.

Tilkynnt var um kaup hins rótgróna bandaríska fjárfestingarsjóðs Bain Capital á 16,6% hlut í Icelandair í gærkvöldi. Fjárfestingin er upp á 5,7 milljarða hluta, að andvirði tæplega 8,1 milljarðs króna. Restin er í höndum innlendra aðila og hluthafar eru 15.000 talsins, langflestir Íslendingar.

Gott fyrir íslensku hluthafana

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair telur ekki að íslensku hluthafarnir missi spón úr aski sínum við aðkomu nýs aðila.

„Ég held að það sé akkúrat öfugt, ég held að það sé mikið virði í því fyrir núverandi hluthafa að fá svona reyndan og öflugan fjárfesti inn í hluthafahópinn. Við erum með um 15.000 hluthafa í dag. 99% af þeim eru örugglega Íslendingar. 

Fyrir þá að fá alþjóðlegan fjárfesti með mikla reynslu og þekkingu sem hann ætlar að deila með okkur og hjálpa félaginu að vaxa og dafna til framtíðar, ég held að það sé bara gríðarlegur akkur fyrir núverandi hluthafa. Félagið er og verður áfram íslenskt, og viðskiptalíkanið sem þeir eru að kaupa sig inn í snýst um að reka íslenskt flugfélag út frá Keflavíkurflugvelli.”

Þegar hafa bréf í félaginu hækkað um 6,8% í virði í Kauphöllinni í dag, að vonum einkum vegna tíðindanna af Bain Capital. Bogi bendir einnig á að fjárfestingin styrki verulega lausafjárstöðu félagsins. 

„Flugfélög um allan heim eru enn að glíma við mikla óvissu og þetta gerir okkur þá líka kleift enn frekar að grípa þau tækifæri sem eru að birtast á okkar mörkuðum. Þannig að þetta er bara mjög jákvætt í alla staði.“

Óska Play góðs gengis

Í morgun hófst hlutafjárútboð Play Air, nýjasta samkeppnisaðila Icelandair. Um leið flaug félagið jómfrúarflugi sínu til Lundúna. 

Bogi Nils segir að tímasetning tilkynningar Icelandair um nýja fjárfestinn sé tilviljun, félaginu beri einfaldlega að tilkynna um svona nokkuð til Kauphallarinnar þegar samningar liggja fyrir.

„Það er alger tilviljun að þetta sé að eiga sér stað daginn fyrir fyrsta flug hjá Play. Það var ekkert sem við vorum að velta fyrir okkur og alls ekki Bain. Þannig að það var alger tilviljun að þetta sé að gerast svona daginn fyrir fyrsta flug hjá Play.“

Óttastu að þið skyggið á dýrðina hjá þeim með þessum tíðindum?

„Við vorum bara að klára viðskipti og samning sem við verðum að tilkynna um í Kauphöll. Við óskum bara Play alls hins besta í þeirra vegferð og vonum að það gangi vel hjá þeim eins og hjá okkur.“


Tengdar fréttir

Forsvarsmenn WOW air sækja um flugrekstrarleyfi

Forsvarsmenn WOW air hafa sótt um flugrekstrarleyfi hjá Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem vinnur fyrir Michele Ballarin, segir áætlanir sannarlega standa til þess að endurreisa flugfélagið.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
1,77
8
97.740
HAGA
0,78
5
28.064
REITIR
0,62
21
282.558
SJOVA
0,51
7
3.720
FESTI
0
7
204.076

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-2,67
14
112.620
ICESEA
-2,42
6
53.423
SIMINN
-2,42
41
289.078
KVIKA
-1,85
29
209.797
ICEAIR
-1,73
82
121.376
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.