Seðlabankinn í snúinni stöðu Snorri Másson skrifar 23. júlí 2021 12:14 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur boðað vaxtahækkanir á næstu mánuðum, en þær eru tvíeggja sverð. Stöð 2/Arnar Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir. Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Verðbólgan hækkaði um 0,16 prósent á milli mánaða í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Ársverðbólgan, sem sagt vísitala neysluverðs í júlí 2021 samanborin við vísitölu neysluverðs í júlí 2020, nam 4,3%. Það þýðir að verð voru almennt 4,3% hærri í júlí en í júlí árinu fyrr. Greiningardeild Íslandsbanka hafði gert ráð fyrir að ársverðbólgan hjaðnaði hraðar eftir að hún náði hápunkti í 4,6% í apríl. Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Hún er að hjaðna aðeins hægar en við gerðum ráð fyrir í fyrstu. Við teljum að hún verði við markmið á þriðja ársfjórðungi næsta árs. En hún er að hjaðna örlítið hægar af því að húsnæðisverð er að hækka svo mikið, miklu meira en við töldum í fyrstu. Svo hafa verið aðrar hækkanir; líkt og flugverð hækkaði á milli mánaða, hrávöruverð og eldsneytisverð. Það hefur áhrif á verðbólgu hér,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka. Ekki góð áhrif á landann Hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna Íslending? „Þetta hefur auðvitað ekki góð áhrif á landann. Ef við tölum bara um fólkið í landinu hefur það minni pening á milli handanna þegar verð eru að hækka,“ segir Bergþóra. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hækki vexti á næstu mánuðum þótt hann krefjist þess ekki að ráðist sé í það núna strax. Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans er væntanleg í ágúst. „Þetta er auðvitað snúin staða, að halda verðbólgunni niðri en reyna líka að örva hagkerfið okkar þegar við erum í meiri niðursveiflu vegna Covid-faraldursins. Að hækka vexti getur haft ekki rosalega góðar afleiðingar fyrir fyrirtæki meðal annars,“ segir Bergþóra og bætir við að hið sama gildi um skuldsett heimili sem hafi endurfjármagnað sín húsnæðislán. Annað sem skipti sköpum fyrir hagvöxt í landinu sé ferðaþjónustan, en viðspyrnu þeirrar greinar er nú teflt í tvísýnu af yfirvofandi sóttvarnaráðstöfunum vegna nýrrar bylgju veirunnar. „Auðvitað reiðum við okkur á ferðaþjónustuna hvað varðar hagvöxt hér á landi og þetta getur haft mikil áhrif. Það verður bara að koma í ljós hvað stjórnvöld gera í dag en við vonum svo sannarlega að ferðamenn geti enn komið til landsins,“ segir Bergþóra. Verð á flugfargjöldum hækkaði um 11% á milli mánaða Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í júlí 2021, er 503,5 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,16% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 427,3 stig og lækkar um 0,05% frá júní 2021. Sumarútsölur hafa verið í gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (áhrif á vísitöluna -0,20%). Verð á flugfargjöldum til útlanda hækkaði um 11,1% (0,16%), kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,9% (0,14%) og verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,9% (0,12%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2021, sem er 503,5 stig, gildir til verðtryggingar í september 2021. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 9.942 stig fyrir september 2021.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Seðlabankinn Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira