Viðskipti innlent

Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi

Árni Sæberg skrifar
Afkoma Marel á öðrum ársfjórðungi var góð.
Afkoma Marel á öðrum ársfjórðungi var góð. Vísir/Vilhelm

Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör.

Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í  takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra.

„Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel.

Mikill hagnaður á fjórðungnum

Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars.

Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu.

Óvíst með áhrif heimsfaraldursins

Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
4,92
21
250.264
REGINN
4,86
12
96.042
SVN
3,97
29
126.992
REITIR
3,8
21
353.860
BRIM
2,76
12
138.917

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,6
16
77.555
MAREL
-0,67
39
296.789
ICESEA
-0,61
6
6.846
ARION
0
35
351.008
SYN
0
7
105.089
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.