Viðskipti innlent

Neytendastofa sektar þrjú apótek

Eiður Þór Árnason skrifar
Neytendastofa skoðar reglulega ástand verðmerkinga í apótekum.
Neytendastofa skoðar reglulega ástand verðmerkinga í apótekum. Vísir/vilhelm

Neytendastofa hefur sektað þrjú apótek vegna vankanta á verðmerkingum. Stofnunin skoðaði ástand þeirra í apótekum í Reykjanesbæ í mars og tók skoðunin til fimm apóteka á svæðinu. Var sérstaklega kannað hvort vörur væru verðmerktar, hvort verðmerking þeirra væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum.

Fram kemur á vef Neytendastofu að athugasemdir hafi verið verðar við starfshætti allra apótekanna í fyrstu heimsókn og þeim fyrirmælum beint til þeirra að bæta verðmerkingar. Í kjölfarið var farið í aðra skoðun þar sem í ljós kom að ekki hafði verið nægilega bætt úr verðmerkingum í þremur af fimm apótekum.

Í kjölfar seinni skoðunarinnar taldi Neytendastofa tilefni til að sekta rekstraraðila Apótekarans í Keflavík, Reykjanesapóteks og Apóteks Suðurnesja um 50 þúsund krónur.

Var ýmist gerð athugasemd við að ákveðnar vörur væru óverðmerktar eða að verðmerkingar bak við afbreiðsluborð væru ekki nógu sýnilegar.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,03
3
8.000
MAREL
0,65
31
946.668
SIMINN
0,62
9
252.432
KVIKA
0,42
42
641.985
SVN
0,3
19
14.713

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,97
56
41.165
SYN
-1,68
5
12.321
EIM
-0,88
1
137
HAGA
-0,65
2
1.095
VIS
-0,55
6
152.032
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.